Flýtilyklar
Fréttasafn
Leiðsögn um sýningu Heklu Bjartar
11.05.2022
Fimmtudaginn 12. maí kl. 12-12.30 verður boðið upp á hádegisleiðsögn um sýningu Heklu Bjartar Helgadóttur, Villiljóð. Þar mun Guðrún Pálína Guðmundsdóttiry, fræðslufulltrúi, ræða við Heklu um sýninguna og einstaka verk.
Lesa meira
Allt til enda: Listvinnustofa með Þykjó
04.05.2022
Þriðja og síðasta listvinnustofan undir yfirskriftinni Allt til enda verður haldin 14.-15. maí næstkomandi. Að þessu sinni er börnum í 1.-4. bekk boðin þátttaka í listvinnustofu með hönnunarteyminu Þykjó, sem þær Ninna Þórarinsdóttir, barnamenningarhönnuður, og Sigurbjörg Stefánsdóttir, fatahönnuður og klæðskeri, skipa. Sem fyrr er ekkert þátttökugjald, en skráning nauðsynleg á heida@listak.is. Allt til enda er samstarfsverkefni Listasafnsins á Akureyri, Akureyrarbæjar og Barnamenningarsjóðs Íslands.
Lesa meira
Tvær opnanir á laugardaginn
02.05.2022
Laugardaginn 7. maí kl. 15 verða tvær sýningar opnaðar í Listasafninu á Akureyri: Nemendasýning Myndlistaskólans á Akureyri, Sjónmennt 2022, og útskriftarsýning nemenda listnáms- og hönnunarbrautar VMA, Spurningarmerki.
Lesa meira
Ennio Morricone - In Memoriam
26.04.2022
Laugardaginn 30. apríl kl. 17 fara fram í sal 10 tónleikar til heiðurs ítalska kvikmyndatónskáldsins, Ennio Morricone. Þar flytja þau Daniele Basini, Jón Þorsteinn Reynisson og Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir tónlist Morricone í útsetningum Basini og má þar m.a. heyra tónlist úr Nuovo Cinema Paradiso, Once Upon a Time in America og nokkrum góðum spaghettí-vestrum. Myndskeiðum úr bíómyndum Sergios Leone og Giuseppes Tornatore verður varpað á meðan á tónleikunum stendur.
Lesa meira
Hljóð og mynd - leiðsögn
25.04.2022
Laugardaginn 30. apríl kl. 11-12 verður boðið upp á lifandi tónlistarleiðsögn fyrir börn og fullorðna um sýningar Listasafnsins. Fjallað verður um valin verk og mun tónlistarfólkið Jónína Björt Gunnarsdóttir og Ívar Helgason syngja lög sem tengjast þeim listaverkum á léttan og skemmtilegan hátt. Gert er ráð fyrir að leiðsögnin taki um það bil 40 mínútur og verður þátttakendum boðinn glaðningur í lok leiðsagnar.
Lesa meira
Gleðilegt sumar!
21.04.2022
Í tilefni Eyfirska safnadagsins er frítt inn á Listasafnið í dag. Boðið verður upp á leiðsögn og smiðju fyrir börn á leikskólaaldri kl. 11-12 um sýninguna Sköpun bernskunnar 2022. Gleðilegt sumar!
Lesa meira
Leiðsögn á sumardaginn fyrsta
18.04.2022
Í tilefni sumardagsins fyrsta, fimmtudaginn 21. apríl kl. 11-12, verður boðið upp á leiðsögn og smiðju fyrir börn á leikskólaaldri um sýninguna Sköpun bernskunnar 2022. Enginn aðgangseyrir er inn á Listasafnið í tilefni sumardagsins fyrsta.
Lesa meira
Fjölskylduleiðsögn á sunnudaginn
18.04.2022
Sunnudaginn 24. apríl kl. 11-12 verður fjölskylduleiðsögn í Listasafninu. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, segir börnum og fullorðnum frá völdum verkum úr Listasafni ASÍ á sýningunni Gjöfin til íslenzkrar alþýðu.
Lesa meira
Gleðilega páska!
13.04.2022
Gleðilega páska! Listasafnið verður opið alla páskahátíðina kl. 12-17. Verið velkomin.
Lesa meira
Tólf tóna kortérið: Allt er ömurlegt
29.03.2022
Laugardaginn 2. apríl kl. 15.00-15.15 og kl. 16.00-16.15 flytja Björk Níelsdóttir og Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir verkið Allt er ömurlegt fyrir sópran og selló. Höfundur ljóðs og tónlistar er Björk Níelsdóttir. Tónleikarnir fara fram í sal 04 og eru liður í tónleikaröðinni Tólf tóna kortérið sem unnið er í samstarfi við Tónlistarskólann á Akureyri. Aðgangur ókeypis.
Lesa meira
Leit

