Flýtilyklar
Fréttasafn
Tvær opnanir á laugardaginn
14.02.2022
Laugardaginn 19. febrúar kl. 12-17 verða sýningarnar Sköpun bernskunnar 2022 og Form í flæði I opnaðar í Listasafninu á Akureyri.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestur: Ingunn Elísabet Hreinsdóttir
10.02.2022
Þriðjudaginn 15. febrúar kl. 17-17.40 heldur Ingunn Elísabet Hreinsdóttir, dansari og danskennari, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Hlusta. Í fyrirlestrinum fjallar hún um nálgun sína á dansi og að hugsa með líkamanum og upplifa heildræna nálgun. Einnig mun hún tala um að hlusta á sitt innra landslag og byggja á eigin reynslu og færni. Þessi viðfangsefni mun hún flétta inn í danskennsluna og þá áherslupunkta sem hún kýs að nýta sér í kennslu. Enginn aðgangseyrir er á fyrirlesturinn.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestur: Melanie Clemmons
04.02.2022
Þriðjudaginn 8. febrúar kl. 17-17.40 heldur bandaríska myndlistarkonan Melanie Clemmons Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu undir yfirskriftinni Virtual Healing. Þar mun hún fjalla um listsköpun sína og ýmis atriði henni tengdri, s.s. list á alnetinu, trúarleg málefni, skaðlega og heilsubætandi möguleika tækninnar, sem og síbreytilegt eðli veruleikans. Enginn aðgangseyrir er á fyrirlesturinn sem fer fram á ensku.
Lesa meira
Ný árbók og endurnýjaður samstarfssamningur
04.02.2022
Á kynningarfundi sem haldinn var í Listasafninu á Akureyri í gær var dagskrá ársins 2022, ný árbók og komandi starfsár kynnt. Einnig var undirritaður nýr samstarfssamningur við Norðurorku og skrifuðu Hlynur Hallsson, safnstjóri, og Gunnur Ýr Stefánsdóttir, verkefnastjóri, undir samninginn. Árbók safnsins er nú öllum aðgengileg og gjaldfrjáls í anddyri safnsins auk valdra staða á Akureyri og víðar.
Lesa meira
Listamanna- og leikstjóraspjall á sunnudaginn
02.02.2022
Sunnudaginn 6. febrúar kl. 15 verður listamannaspjall með Karli Guðmundssyni og Erlingi Klingenberg í Listasafninu á Akureyri. Þar mun Hlynur Hallsson, safnstjóri, ræða við þá um sýningar þeirra, Lífslínur og punktur, punktur, punktur, sem lýkur síðar sama dag. Einnig munu Friðrik Þór Friðriksson, leikstjóri, og Vilborg Einarsdóttir, framleiðandi, ræða um heimildarmyndina um Karl, Dansandi línur, sem nú er í framleiðslu. Undirbúningur og handritsskrif myndarinnar hófust 2019 og listrænar tökur fóru fram 2020 og aftur síðastliðið sumar undir stjórn Örnu Valsdóttur, sem er listrænn stjórnandi myndarinnar
Lesa meira
Fjölskylduleiðsögn á sunnudaginn
01.02.2022
Sunnudaginn 6. febrúar kl. 11-12 verður boðið upp á fjölskylduleiðsögn í Listasafninu, en þá mun Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, segja börnum og fullorðnum frá sýningu Karls Guðmundssonar, Lífslínur. Að lokinni leiðsögn er gestum boðið að búa til sitt eigið listaverk, innblásið af verkum listamannsins.
Lesa meira
Fyrsti Þriðjudagsfyrirlestur ársins: Jónína Björg Helgadóttir
28.01.2022
Þriðjudaginn 1. febrúar kl. 17-17.40 heldur Jónína Björg Helgadóttir, myndlistarmaður, fyrsta Þriðjudagsfyrirlestur ársins undir yfirskriftinni Tveir pólar. Þar mun hún fjalla um feril sinn í myndlistinni, einræna íhugun á vinnustofunni og hraða samvinnu ólíkra listamanna.
Lesa meira
Opnun á laugardaginn: Nánd / Embrace
25.01.2022
Laugardaginn 29. Janúar kl. 12-17 verður fyrsta sýning ársins, Nánd / Embrace, opnuð í Listasafninu á Akureyri. Á sýningunni er athyglinni beint að innri rökfærslum listmálunar sem eru staðsettar, skuldbundnar og innbyggðar. Á sýningunni fellur allt saman í þeim tilgangi að skapa og miðla stöðum og aðstæðum fyrir málverk til að vera og verða – að anda inn og anda út, með áhorfandanum og staðnum. Markmiðið er að yfirgefa hugmyndina um fjarlægt hlutleysi og færa sig nær þátttökureynslu – hinni krefjandi en ánægjulegu leið frá aðskilnaði til nándar, frá fjarveru til þátttöku.
Lesa meira
Síðasta sýningavika framundan
10.01.2022
Framundan er síðasta vika sýninga Ann Noël, Teikn og tákn, og Bryndísar Snæbjörnsdóttur og Mark Wilson, Vísitasíur, en báðum sýningum lýkur næstkomandi sunnudag, 15. janúar.
Lesa meira
Fyrsta sýning ársins
05.01.2022
Laugardaginn 29. janúar verður fyrsta sýning ársins, Embrace, opnuð í Listasafninu á Akureyri. Á sýningunni er athyglinni beint að innri rökfærslum listmálunar sem eru staðsettar, skuldbundnar og innbyggðar. Á sýningunni fellur allt saman í þeim tilgangi að skapa og miðla stöðum og aðstæðum fyrir málverk til að vera og verða – að anda inn og anda út, með áhorfandanum og staðnum.
Lesa meira
Leit

