Fréttasafn

Auður Lóa: Já, Nei, 2021.

Fjölskylduleiðsögn á sunnudaginn

Sunnudaginn 5. júní kl. 11-12 verður fjölskylduleiðsögn í Listasafninu. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, segir börnum og fullorðnum frá ljósmyndasamsýningunni, Svarthvítt, og sýningu Auðar Lóu Guðnadóttur, Forvera.
Lesa meira
Listamannaspjall með Birgi Snæbirni Birgissyni

Listamannaspjall með Birgi Snæbirni Birgissyni

Alþjóðlegu samsýningunni Nánd lýkur næstkomandi sunnudag 22. maí. Af því tilefni verður boðið upp á listamannaspjall með einum af listamönnum sýningarinnar, Birgi Snæbirni Birgissyni, kl. 15 síðasta sýningardaginn. Þar mun Hlynur Hallsson, safnstjóri, ræða við Birgi um sýninguna og einstaka verk.
Lesa meira
Alþjóðlegi safnadagurinn: „Mikill er máttur safna“

Alþjóðlegi safnadagurinn: „Mikill er máttur safna“

Alþjóðlegi safnadagurinn er haldinn hátíðlegur 18. maí ár hvert, en Alþjóðaráð safna, ICOM, hefur staðið fyrir safnadeginum síðan 1977. Á ári hverju velur ICOM deginum yfirskrift er tengist málefnum sem eru í brennipunkti í samfélaginu og er að þessu sinni „Mikill er máttur safna“. Í tilefni dagsins verður ókeypis inn á Listasafnið og boðið upp á leiðsögn kl. 15 um alþjóðlegu samsýninguna Nánd.
Lesa meira
Leiðsögn um sýningu Heklu Bjartar

Leiðsögn um sýningu Heklu Bjartar

Fimmtudaginn 12. maí kl. 12-12.30 verður boðið upp á hádegisleiðsögn um sýningu Heklu Bjartar Helgadóttur, Villiljóð. Þar mun Guðrún Pálína Guðmundsdóttiry, fræðslufulltrúi, ræða við Heklu um sýninguna og einstaka verk.
Lesa meira
Allt til enda: Listvinnustofa með Þykjó

Allt til enda: Listvinnustofa með Þykjó

Þriðja og síðasta listvinnustofan undir yfirskriftinni Allt til enda verður haldin 14.-15. maí næstkomandi. Að þessu sinni er börnum í 1.-4. bekk boðin þátttaka í listvinnustofu með hönnunarteyminu Þykjó, sem þær Ninna Þórarinsdóttir, barnamenningarhönnuður, og Sigurbjörg Stefánsdóttir, fatahönnuður og klæðskeri, skipa. Sem fyrr er ekkert þátttökugjald, en skráning nauðsynleg á heida@listak.is. Allt til enda er samstarfsverkefni Listasafnsins á Akureyri, Akureyrarbæjar og Barnamenningarsjóðs Íslands.
Lesa meira
Spurningarmerki.

Tvær opnanir á laugardaginn

Laugardaginn 7. maí kl. 15 verða tvær sýningar opnaðar í Listasafninu á Akureyri: Nemendasýning Myndlistaskólans á Akureyri, Sjónmennt 2022, og útskriftarsýning nemenda listnáms- og hönnunarbrautar VMA, Spurningarmerki.
Lesa meira
Ennio Morricone - In Memoriam

Ennio Morricone - In Memoriam

Laugardaginn 30. apríl kl. 17 fara fram í sal 10 tónleikar til heiðurs ítalska kvikmyndatónskáldsins, Ennio Morricone. Þar flytja þau Daniele Basini, Jón Þorsteinn Reynisson og Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir tónlist Morricone í útsetningum Basini og má þar m.a. heyra tónlist úr Nuovo Cinema Paradiso, Once Upon a Time in America og nokkrum góðum spaghettí-vestrum. Myndskeiðum úr bíómyndum Sergios Leone og Giuseppes Tornatore verður varpað á meðan á tónleikunum stendur.
Lesa meira
Hljóð og mynd - leiðsögn

Hljóð og mynd - leiðsögn

Laugardaginn 30. apríl kl. 11-12 verður boðið upp á lifandi tónlistarleiðsögn fyrir börn og fullorðna um sýningar Listasafnsins. Fjallað verður um valin verk og mun tónlistarfólkið Jónína Björt Gunnarsdóttir og Ívar Helgason syngja lög sem tengjast þeim listaverkum á léttan og skemmtilegan hátt. Gert er ráð fyrir að leiðsögnin taki um það bil 40 mínútur og verður þátttakendum boðinn glaðningur í lok leiðsagnar.
Lesa meira
Gleðilegt sumar!

Gleðilegt sumar!

Í tilefni Eyfirska safnadagsins er frítt inn á Listasafnið í dag. Boðið verður upp á leiðsögn og smiðju fyrir börn á leikskólaaldri kl. 11-12 um sýninguna Sköpun bernskunnar 2022. Gleðilegt sumar!
Lesa meira
Leiðsögn á sumardaginn fyrsta

Leiðsögn á sumardaginn fyrsta

Í tilefni sumardagsins fyrsta, fimmtudaginn 21. apríl kl. 11-12, verður boðið upp á leiðsögn og smiðju fyrir börn á leikskólaaldri um sýninguna Sköpun bernskunnar 2022. Enginn aðgangseyrir er inn á Listasafnið í tilefni sumardagsins fyrsta.
Lesa meira