Fréttasafn

Ragnar Kjartansson.

Listamannaspjall með Ragnari Kjartanssyni

Í tilefni af frumsýningu á nýju verki eftir Ragnar Kjartansson, Undirheimar Akureyrar, sem hann vann sérstaklega fyrir Listasafnið á Akureyri, verður boðið upp á listamannaspjall með Ragnari kl. 15 laugardaginn 28. ágúst. Stjórnandi er Hlynur Hallsson, safnstjóri. Listasafnið verður opið kl. 12-23 þennan sama dag og enginn aðgangseyrir.
Lesa meira
Fjölskylduleiðsögn á sunnudaginn

Fjölskylduleiðsögn á sunnudaginn

Sunnudaginn 29. ágúst kl. 11-12 verður boðið upp á fjölskylduleiðsögn um sýninguna Ferðagarpurinn Erró. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, segir börnum og fullorðnum frá sýningunni og einstaka verkum. Að lokinni leiðsögn er gestum boðið í skemmtilegan leik um sýninguna.
Lesa meira
Hekla Björt Helgadóttir.

Hekla Björt og Ragnar Kjartansson opna sýningar

Laugardaginn 28. ágúst kl. 12-23 verða tvær nýjar sýningar opnaðar í Listasafninu á Akureyri, annars vegar sýning Heklu Bjartar Helgadóttur, Villiljóð, og hins vegar sýning á nýju verki eftir Ragnar Kjartansson, Undirheimar Akureyrar, sem unnið var sérstaklega fyrir svalir Listasafnsins. Boðið verður upp á listamannaspjall með Ragnari kl. 15 og er stjórnandi þess Hlynur Hallsson, safnstjóri.
Lesa meira
Staðreynd 6 – Samlag

Vídeóverk framan á Listasafninu

Í tilefni af afmæli Akureyrarbæjar 2021 verður völdum vídeóverkum varpað framan á Listasafnið á Akureyri kl. 21-00.30 föstudags- laugardags og sunnudagskvöld. Sýningarnar á vídeóverkunum er hluti af viðburðinum Ljósin í bænum, en þar eru valdar byggingar lýstar á litríkan, listrænan og skemmtilegan hátt. Auk Listasafnsins eru Akureyrarkirkja, Glerárkirkja, Hof og aðstöðuhús siglingaklúbbsins Nökkva upplýst auk þess sem ljósadýrð verður í Lystigarðinum og víðar um bæinn.
Lesa meira
Verk Margeirs Dire endurgert

Verk Margeirs Dire endurgert

Laugardaginn 28. ágúst kl. 14 mun graffitílistamaðurinn Örn Tönsberg hefjast handa við endurgerð á verki sem myndlistarmaðurinn Margeir Dire gerði á Akureyrarvöku 2014.
Lesa meira
Njótum samveru í Listasafninu á Akureyri

Njótum samveru í Listasafninu á Akureyri

Fjölskylduleikur um sýninguna Ferðagarpurinn Erró.
Lesa meira
Acro jóga og danssýning á Listasumri

Acro jóga og danssýning á Listasumri

Laugardaginn 17. júlí kl. 15 munu hjónin Tinna Sif og Jacob Wood skapa saman ævintýralega upplifun fyrir gesti, seiðandi blöndu af Suður Amerískum dönsum og akróbatík í Listasafninu á Akureyri.
Lesa meira
Útilistaverk á framhlið Listasafnsins

Útilistaverk á framhlið Listasafnsins

Í tilefni af Listasumri 2021 hefur Listasafnið á Akureyri sett upp útilistaverkið 2010 Þjóðfundarmiði – Ekki kjafta ykkur frá niðurstöðum stjórnlagaþings eftir Libiu Castro, Ólaf Ólafsson og Töfrateymið. Verkið, sem nú má sjá á framhlið Listasafnsins, stendur út Listasumar eða til 30. júlí næstkomandi. Verkið er úr seríu þar sem þátttökumiðar þjóðfundarins 2010 eru stækkaðir. Á fundinum var unnin undirbúningsvinna Stjórnlagaþings við ritun nýrrar stjórnarskrár. Á miðana gátu þátttakendur ritað ábendingar um áframhaldandi starf Stjórnlagaþings. Upprunalegu miðarnir eru nú varðveittir á Þjóðskjalasafni Íslands.
Lesa meira
Heike Ahrend.

Opin gestavinnustofa: Heike Ahrends

Þýski myndlistarmaðurinn Heike Ahrends hefur dvalið í gestavinnustofu Listasafnsins undanfarnar vikur. Laugardaginn 26. Júní kl. 14-16 verður gestavinnustofan opin þar sem Ahrend sýnir afrakstur vinnu sinnar á Akureyri. Gengið inn úr porti bakvið Listasafnið.
Lesa meira
Leiðsögn með listamönnum

Leiðsögn með listamönnum

Laugardaginn 19. júní kl. 15 verður leiðsögn með listamönnum í Listasafninu. Hekla Björt Helgadóttir og Jonna – Jónborg Sigurðardóttir taka á móti gestum ásamt Hlyni Hallssyni, safnstjóra, og spjalla um sýninguna Takmarkanir og einstaka verk. Aðgangur innifalinn í aðgöngumiða á safnið.
Lesa meira