Flýtilyklar
Fréttasafn
Opin listsmiðja á laugardaginn
07.12.2021
Laugardaginn 11. desember kl. 13-16 verður boðið upp á opna listsmiðju í Listasafninu. Alls konar efniviður verður á staðnum og allir velkomnir. Tilvalið tækifæri til að njóta samveru, skapa listaverk eða búa til jólakort, merkimiða og gjafir. Ókeypis aðgangur.
Lesa meira
Þrjár sýningar opnaðar á laugardaginn
29.11.2021
Laugardaginn 4. desember kl. 12-17 verða þrjár sýningar opnaðar í Listasafninu á Akureyri: Erling Klingenberg – punktur, punktur, punktur, Karl Guðmundsson – Lífslínur og yfirlitssýning á verkum úr Listasafni ASÍ, Gjöfin til íslenzkrar alþýðu.
Lesa meira
Nemendasýning VMA opnuð á laugardaginn
16.11.2021
Laugardaginn 20. nóvember kl. 12-17 verður nemendasýning listnáms- og hönnunarbrautar VMA, Ginnungagap, opnuð. Sýningin stendur til 28. nóvember.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestur: AlmaDís Kristinsdóttir
15.11.2021
Þriðjudaginn 16. nóvember kl. 17-17.40 heldur AlmaDís Kristinsdóttir, safnstjóri Listasafns Einars Jónssonar, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Safnfræðsla sem hreyfiafl. Þar mun hún fjalla um fræðsluhlutverk safna á fræðilegum og praktískum nótum. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Fjölskylduleiðsögn á sunnudaginn
12.11.2021
Sunnudaginn 14. nóvember kl. 11-12 verður boðið upp á fjölskylduleiðsögn í Listasafninu, en þá mun Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, segja börnum og fullorðnum frá sýningu Bryndísar Snæbjörnsdóttur og Mark Wilson, Visitasíur, og sýningu Ann Noël, Teikn og tákn. Að lokinni leiðsögn er gestum boðið í skemmtilegan leik.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestur fellur niður
08.11.2021
Þriðjudagsfyrirlestur norska myndlistarmannsins Sigbjørn Bratlie, Foreign Languages, sem átti að fara fram þriðjudaginn 9. nóvember fellur niður vegna veikinda. Beðist er velvirðingar á þessari breytingu.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestur: Sigbjørn Bratlie
05.11.2021
Þriðjudaginn 9. nóvember kl. 17-17.40 heldur norski myndlistarmaðurinn Sigbjørn Bratlie Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Foreign languages. Þar mun hann tala um listrannsóknir þær er hann hefur stundað síðastliðinn níu ár og fjalla að mestu um „framandi tungumál“. Fyrirlesturinn fer fram á ensku.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestur: Kristinn Schram
28.10.2021
Þriðjudaginn 2. nóvember kl. 17-17.40 heldur Kristinn Schram, dósent í þjóðfræði við Háskóla Íslands, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Vísitasíur og vegalaust bjarnfólk. Þar mun hann fjalla um birtingarmyndir hvítabjarna í efnismenningu og frásögnum á Íslandi.
Lesa meira
Tólf tóna kortérið: Daniele Basini
28.10.2021
Laugardaginn 30. október kl. 15.00-15.15 og kl. 16.00-16.15 frumflytur ítalski gítarleikarinn Daniele Basini verk sitt Lettere fyrir einleiksgítar í sal 04 í Listasafninu. Tónleikarnir eru liður í tónleikaröðinni Tólf tóna kortérið sem unnið er í samstarfi við Tónlistarskólann á Akureyri og er aðgangur ókeypis.
Lesa meira
Listsmiðja: Fuglinn sem gat ekki flogið
27.10.2021
Laugardaginn 30. október kl. 11-12 verður boðið upp á listsmiðju fyrir börn og fullorðna í Listasafninu á Akureyri. Smiðjan er haldin í samstarfi við Listasafn ASÍ í tengslum við útkomu bókar Gísla Pálssonar um örlög geirfuglsins, Fuglinn sem gat ekki flogið. Umsjón hefur Jonna – Jónborg Sigurðardóttir, myndlistarmaður. Enginn aðgangseyrir er að smiðjunni sem er styrkt af SSNE.
Lesa meira
Leit

