Fréttasafn

Opin listsmiðja á laugardaginn

Opin listsmiðja á laugardaginn

Laugardaginn 11. desember kl. 13-16 verður boðið upp á opna listsmiðju í Listasafninu. Alls konar efniviður verður á staðnum og allir velkomnir. Tilvalið tækifæri til að njóta samveru, skapa listaverk eða búa til jólakort, merkimiða og gjafir. Ókeypis aðgangur.
Lesa meira
Jóhannes Kjarval, Fjallamjólk, 1941.

Þrjár sýningar opnaðar á laugardaginn

Laugardaginn 4. desember kl. 12-17 verða þrjár sýningar opnaðar í Listasafninu á Akureyri: Erling Klingenberg – punktur, punktur, punktur, Karl Guðmundsson – Lífslínur og yfirlitssýning á verkum úr Listasafni ASÍ, Gjöfin til íslenzkrar alþýðu.
Lesa meira
Ágúst Gígjar Valdemarsson.

Nemendasýning VMA opnuð á laugardaginn

Laugardaginn 20. nóvember kl. 12-17 verður nemendasýning listnáms- og hönnunarbrautar VMA, Ginnungagap, opnuð. Sýningin stendur til 28. nóvember.
Lesa meira
Alma Dís Kristinsdóttir.

Þriðjudagsfyrirlestur: AlmaDís Kristinsdóttir

Þriðjudaginn 16. nóvember kl. 17-17.40 heldur AlmaDís Kristinsdóttir, safnstjóri Listasafns Einars Jónssonar, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Safnfræðsla sem hreyfiafl. Þar mun hún fjalla um fræðsluhlutverk safna á fræðilegum og praktískum nótum. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Fjölskylduleiðsögn á sunnudaginn

Fjölskylduleiðsögn á sunnudaginn

Sunnudaginn 14. nóvember kl. 11-12 verður boðið upp á fjölskylduleiðsögn í Listasafninu, en þá mun Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, segja börnum og fullorðnum frá sýningu Bryndísar Snæbjörnsdóttur og Mark Wilson, Visitasíur, og sýningu Ann Noël, Teikn og tákn. Að lokinni leiðsögn er gestum boðið í skemmtilegan leik.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestur fellur niður

Þriðjudagsfyrirlestur fellur niður

Þriðjudagsfyrirlestur norska myndlistarmannsins Sigbjørn Bratlie, Foreign Languages, sem átti að fara fram þriðjudaginn 9. nóvember fellur niður vegna veikinda. Beðist er velvirðingar á þessari breytingu.
Lesa meira
Sigbjørn Bratlie.

Þriðjudagsfyrirlestur: Sigbjørn Bratlie

Þriðjudaginn 9. nóvember kl. 17-17.40 heldur norski myndlistarmaðurinn Sigbjørn Bratlie Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Foreign languages. Þar mun hann tala um listrannsóknir þær er hann hefur stundað síðastliðinn níu ár og fjalla að mestu um „framandi tungumál“. Fyrirlesturinn fer fram á ensku.
Lesa meira
Kristinn Schram.

Þriðjudagsfyrirlestur: Kristinn Schram

Þriðjudaginn 2. nóvember kl. 17-17.40 heldur Kristinn Schram, dósent í þjóðfræði við Háskóla Íslands, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Vísitasíur og vegalaust bjarnfólk. Þar mun hann fjalla um birtingarmyndir hvítabjarna í efnismenningu og frásögnum á Íslandi.
Lesa meira
Daniele Basini.

Tólf tóna kortérið: Daniele Basini

Laugardaginn 30. október kl. 15.00-15.15 og kl. 16.00-16.15 frumflytur ítalski gítarleikarinn Daniele Basini verk sitt Lettere fyrir einleiksgítar í sal 04 í Listasafninu. Tónleikarnir eru liður í tónleikaröðinni Tólf tóna kortérið sem unnið er í samstarfi við Tónlistarskólann á Akureyri og er aðgangur ókeypis.
Lesa meira
Listsmiðja: Fuglinn sem gat ekki flogið

Listsmiðja: Fuglinn sem gat ekki flogið

Laugardaginn 30. október kl. 11-12 verður boðið upp á listsmiðju fyrir börn og fullorðna í Listasafninu á Akureyri. Smiðjan er haldin í samstarfi við Listasafn ASÍ í tengslum við útkomu bókar Gísla Pálssonar um örlög geirfuglsins, Fuglinn sem gat ekki flogið. Umsjón hefur Jonna – Jónborg Sigurðardóttir, myndlistarmaður. Enginn aðgangseyrir er að smiðjunni sem er styrkt af SSNE.
Lesa meira