Fréttasafn

A! Gjörningahátíð kallar eftir gjörningum

A! Gjörningahátíð kallar eftir gjörningum

A! Gjörningahátíð kallar eftir gjörningum eða hugmyndum frá listafólki úr öllum listgreinum og öðrum áhugasömum um hátíðina, sem fram fer 9.-12. október næstkomandi. Valið verður úr innsendum hugmyndum og fá þátttakendur greiddar 80.000 krónur í þóknun. Áhugasamir eru beðnir um að senda umsókn á umsokn@listak.is ásamt textalýsingu á hugmynd og sýnishorni í myndformi af fyrri verkum. Umsóknarfrestur er til og með 22. ágúst næstkomandi.
Lesa meira
Drengurinn fengurinn

Mysingur 10 á laugardaginn

Laugardaginn 19. júlí kl. 15 verður Mysingur 10 haldinn á útisvæði Listasafnins. Tónleikarnir fara fram á lokadegi Listasumars 2025 og fram koma Bjarni Daníel og Drengurinn fengurinn. Enginn aðgangseyrir er á tónleikana og hægt verður að kaupa veitingar frá Ketilkaffi á svæðinu. Tónleikarnir eru hluti af Listasumri 2025 og unnir í samstarf Listasafnsins á Akureyri og Akureyrarbæjar.
Lesa meira
Hekla Björt Helgadóttir.

Hekla Björt með gjörning á Listasumri

Laugardaginn 12. júlí kl. 15 verður boðið upp á gjörning Heklu Bjartar Helgadóttur í Listasafninu í tengslum við þátttöku hennar í samsýningu norðlenskra listamanna, Mitt rými. Viðburðurinn er hluti af Listasumri á Akureyri.
Lesa meira
Katrin Hahner.

Gjörningur og listamannaspjall á laugardaginn

Laugardaginn 28. júní verður mikið um að vera á Listasafninu á Akureyri þar sem boðið verður upp á listamannaspjall við Þóru Sigurðardóttur kl. 15 undir stjórn Ann-Sofie N. Gremaud, en klukkan 14 sýnir Katrin Hahner gjörning í tengslum við þátttöku hennar í samsýningu norðlenskra listamanna, Mitt rými.
Lesa meira
Þóra Sigurðardóttir.

Listamannaspjall með Þóru Sigurðardóttur

Laugardaginn 28. júní kl. 15 verður boðið upp á listamannaspjall með Þóru Sigurðardóttur um sýningu hennar Tími – Rými – Efni, sem opnuð var 17. maí síðastliðinn og stendur til 7. september. Stjórnandi er Ann-Sofie Gremaud, listfræðingur.
Lesa meira
Hundakvöld í Listasafninu

Hundakvöld í Listasafninu

Fimmtudaginn 12. júní mun Listasafnið á Akureyri í fyrsta sinn bjóða hunda velkomna í sérstaka kvöldopnun ásamt eigendum sínum. Opið verður frá kl. 19 til 22 og ókeypis inn fyrir eigendur í fylgd hunda. Léttar veitingar í boði fyrir fjórfætlinga og fyrstu gestir fá óvæntan glaðning. Á Ketilkaffi verður hægt að kaupa sérstakar veitingar fyrir besta vininn.
Lesa meira
Margrét Jónsdóttir.

Opnun fimmtudagskvöldið 5. júní

Fimmtudagskvöldið 5. júní kl. 20-22 verða tvær sýningar opnaðar í Listasafninu á Akureyri: Samsýning norðlenskra listamanna, Mitt rými, og yfirlitssýning á verkum Margrétar Jónsdóttur, Kimarek – Keramik. Boðið verður upp á listamannaspjall með Margréti kl. 20.45 og leiðsögn um Mitt rými með Katrínu Björgu Gunnarsdóttur, sýningarstjóra, kl. 21.15.
Lesa meira
Fjölskylduleiðsögn á sunnudaginn

Fjölskylduleiðsögn á sunnudaginn

Sunnudaginn 25. maí kl. 11-12 mun Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, verkefnastjóri fræðslu og miðlunar, segja börnum og fullorðnum frá sýningunum Þóru Sigurðardóttur, Tími - Rými - Efni, og Heimis Hlöðverssonar, Samlífi. Að lokinni leiðsögn er gestum boðið að búa til sitt eigið listaverk, innblásið af verkum sýningarinnar.
Lesa meira
Almenn leiðsögn á laugardaginn

Almenn leiðsögn á laugardaginn

Laugardaginn 24. maí kl. 15 verður boðið upp á leiðsögn um tvær sýningar: Tími-Rými-Efni - Þóra Sigurðardóttir og Samlífi - Heimir Hlöðversson. Aðgangur er innifalinn í miðaverði Listasafnsins.
Lesa meira
Alþjóða safnadagurinn: „Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum“

Alþjóða safnadagurinn: „Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum“

Sunnudaginn 18. maí næstkomandi verður Alþjóðlegi safnadagurinn 2025 haldinn hátíðlegur undir yfirskriftinni Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum. Af því tilefni verður ókeypis inn á Listasafnið á Akureyri.
Lesa meira