Fréttasafn

Sawako Minami.

Gestavinnustofan opin á laugardaginn

Japanska listakonan Sawako Minami hefur dvalið í gestavinnustofu Listasafnsins undanfarnar vikur og laugardaginn 22. mars kl. 14-17 verður vinnustofan opin gestum og gangandi.
Lesa meira
Brynja Baldursdóttir.

Þriðjudagsfyrirlestur: Brynja Baldursdóttir

Þriðjudaginn 18. mars kl. 17-17.40 heldur myndlistarkonan Brynja Baldursdóttir Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Ferð um hið innra landslag. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Fjölskylduleiðsögn á sunnudaginn

Fjölskylduleiðsögn á sunnudaginn

Sunnudaginn 16. mars kl. 11-12 mun Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, verkefnastjóri fræðslu og miðlunar, segja börnum og fullorðnum frá sýningunni Sköpun bernskunnar 2025. Að lokinni leiðsögn er gestum boðið að búa til sitt eigið listaverk, innblásið af verkum sýningarinnar.
Lesa meira
Almenn leiðsögn á laugardaginn

Almenn leiðsögn á laugardaginn

Laugardaginn 15. mars kl. 15 verður boðið upp á leiðsögn um sýningarnar Sköpun bernskunnar 2025 og Átthagamálverkið: Á ferð um Norðausturland liðinnar aldar. Aðgangur er innifalinn í miðaverði Listasafnsins.
Lesa meira
Jónas Viðar í safneign.

Síðasta sýningarhelgi tveggja sýninga

Nú stendur yfir síðasta sýningarhelgi á tveimur sýningum: Jónas Viðar – Jónas Viðar í safneign og Fríða Karlsdóttir – Ekkert eftir nema mýktin. Sýningarnar voru báðar opnaðar á síðustu Akureyrarvöku og þeim lýkur á morgun, sunnudaginn 9. mars.
Lesa meira
Angelika Haak.

Þriðjudagsfyrirlestur: Angelika Haak

Þriðjudaginn 11. mars kl. 17-17.40 heldur þýska myndlistarkonan Angelika Haak Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Video Art – Video-Portraits. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Pamela de Sensi og Vilhjálmur Ingi Sigurðarson.

Tólf tóna kortérið á laugardaginn

Laugardaginn 8. mars kl. 15.00-15.15 og kl. 16.00-16.15 verður Tólf tóna kortérið á dagskrá í sal 04 í Listasafninu. Þá munu Pamela de Sensi og Vilhjálmur Ingi Sigurðarson frumflytja Fimm smálög eftir Steingrím Þórhallsson og leika einnig Face to Face eftir Edoardo Dinelli. Aðgangur er ókeypis og öll velkomin.
Lesa meira
Frá samsýningunni 2023.

Norðlenskir listamenn - opið fyrir umsóknir

Listasafnið á Akureyri efnir til samsýningar á nýjum verkum eftir norðlenska listamenn, 5. júní-14. september næstkomandi. Dómnefnd mun velja úr umsóknum þeirra sem búa og/eða starfa á Norðurlandi eða hafa tengingu við svæðið. Umsóknarfrestur er til og með 9. apríl.
Lesa meira
Þórgunnur Þórsdóttir.

Þriðjudagsfyrirlestur: Þórgunnur Þórsdóttir

Þriðjudaginn 4. mars kl. 17-17.40 heldur Þórgunnur Þórsdóttir, sérfræðingur á Safnasafninu, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Með myndlistina í bakpokanum. Þar mun hún fjalla um hvernig myndlist hefur á óljósan og skýran hátt fléttast inn í ferðalag hennar frá áhugaljósmyndun í átt að menningarmiðlun, safnastarfi og sýningarhönnun.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestur: Þúfa 46

Þriðjudagsfyrirlestur: Þúfa 46

Þriðjudaginn 25. febrúar kl. 17-17.40 heldur listafólkið Karólína Baldvinsdóttir og Kristján Helgason Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Þúfa 46. Þar munu þau fjalla um samvinnustofur 11 listamanna á Eyrinni á Akureyri sem tóku til starfa í ársbyrjun. Í Þúfu 46 eru vinnustofur, námskeið, sölugallerí og viðburðir, en húsnæði hýsti áður smíðaverkstæðið Valsmíði í Gránufélagsgötu 46.
Lesa meira