Flýtilyklar
Fréttasafn
Opnun á fimmtudagskvöldið
23.11.2024
Fimmtudagskvöldið 28. nóvember kl. 20-22 verða opnaðar tvær sýningar í Listasafninu á Akureyri: Sólveig Baldursdóttir – Augnablik-til baka og Átthagamálverkið: Á ferð um Norðausturland liðinnar aldar. Boðið verður upp á sýningarstjóraspjall með Markúsi Þór Andréssyni, sýningarstjóra Átthagamálverksins, kl. 20.40 og listamannaspjall með Sólveigu kl. 21.
Lesa meira
Fjölskylduleiðsögn á sunnudaginn
18.11.2024
Sunnudaginn 24. nóvember kl. 11-12 mun Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, verkefnastjóri fræðslu og miðlunar, segja börnum og fullorðnum frá sýningunum Ekkert eftir nema mýktin og Jónas Viðar í safneign. Að lokinni leiðsögn er gestum boðið að búa til sitt eigið listaverk, innblásið af verkum sýninganna.
Lesa meira
Listamannaspjall með Einari Fal á laugardaginn
18.11.2024
Boðið verður upp á listamannaspjall í Listasafninu næstkomandi laugardag, 23. nóvember, kl. 15. Þá mun Freyja Reynisdóttir, verkefnastjóri, ræða við Einar Fal Ingólfsson um sýningu hans Útlit loptsins – Veðurdagbók sem opnuð var í sal 04 í september síðastliðnum. Aðgöngumiði að safninu veitir aðgang að spjallinu.
Lesa meira
Útskriftarsýning VMA opnuð á laugardaginn
12.11.2024
Laugardaginn 16. nóvember kl. 15 verður útskriftarsýning nemenda listnáms- og hönnunarbrautar Verkmenntaskólans á Akureyri, KNÁRL, opnuð í Listasafninu á Akureyri.
Lesa meira
Sýningu lýkur
08.11.2024
Framundan eru síðustu dagar sýningarinnar Safn: Hildigunnur Birgisdóttir og verk úr safneign, en sýningunni lýkur næstkomandi sunnudag.
Lesa meira
Frá Kaupfélagsgili til Listagils
05.11.2024
Arfur Akureyrarbæjar og Listasafnið á Akureyri bjóða upp á fræðsluerindi um tilurð Listagilsins, sunnudaginn 10. nóvember kl. 14 í sal 04 á efstu hæð Listasafnsins.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestur: Loji Höskuldsson
02.11.2024
Þriðjudaginn 5. nóvember kl. 17-17.40 heldur myndlistarmaðurinn Loji Höskuldsson síðasta Þriðjudagsfyrirlestur ársins undir yfirskriftinni Hversdagslegir þræðir. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Tólf tóna kortérið á laugardaginn
30.10.2024
Laugardaginn 2. nóvember kl. 15.00-15.15 og kl. 16.00-16.15 verður Tólf tóna kortérið á dagskrá í Listasafninu undir yfirskriftinni Útsynningur. Þá munu Dagbjört Ingólfsdóttir, fagott, og Gillian Haworth, óbó, frumflytja Holloway eftir Charles Ross, en einnig leika Sonatinu eftir franska tuttugustu aldar tónskáldið André Jolivet. Tónleikarnir fara fram í sal 04 og er aðgangur ókeypis.
Lesa meira
Boreal hefst á föstudaginn
29.10.2024
Dansvídeóhátíðin Boreal verður opnuð í Listasafninu á Akureyri næstkomandi föstudagskvöld, 1. nóvember, kl. 20-22. Þetta er í fimmta sinn sem hátíðin er haldin og fara sýningarnar fram í Listasafninu, Mjólkurbúðinni og Deiglunni. Allir viðburðir eru opnir gestum að kostnaðarlausu og dagskrána má nálgast á samfélagsmiðlum og heimasíðum Boreal og Listasafnsins.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestur: Yuliana Palacios
25.10.2024
Þriðjudaginn 29. október kl. 17-17.40 heldur Yuliana Palacios Þriðjudagsfyrirlestur undir yfirskriftinni Boreal Screendance Festival. Fyrirlesturinn fer fram á ensku og er aðgangur ókeypis.
Lesa meira