Fréttasafn

Frá sýningunni Átta ætingar.

Síðasta sýningahelgi þriggja sýninga

Framundan er síðasta sýningahelgi sýninga Huldu Vilhjálmsdóttur, Huldukona, Kristjáns Guðmundssonar, Átta ætingar, og samsýningu Þórðar Hans Baldurssonar og Þórunnar Elísabetar, Dömur mínar og herrar.
Lesa meira
Helga Páley Friðþjófsdóttir á opnun sýningar.

Leiðsögn á laugardag og sunnudag

Laugardaginn 26. apríl kl. 15 verður boðið upp á almenna leiðsögn um sýningar Emilie Palle Holm, Brotinn vefur, og Helgu Páleyjar Friðþjófsdóttur, Í fullri fjöru. Jafnframt verður fjölskylduleiðsögn í boði um sýningarnar daginn eftir, sunnudaginn 27. apríl kl. 11-12. Aðgangur að fjölskylduleiðsögninni er ókeypis í boði Norðurorku og að henni lokinni er gestum boðið að búa til sitt eigið listaverk, innblásið af verkum sýninganna. En aðgangur að almennu leiðsögninni er innifalinn í aðgöngumiða á safnið.
Lesa meira
Opin smiðja á fimmtudaginn

Opin smiðja á fimmtudaginn

Sumardaginn fyrsta, 24. apríl, kl. 12-15 verður boðið upp á opna listsmiðju fyrir alla aldurshópa í Listasafninu. Tilvalið tækifæri til að skapa sitt eigið listaverk og njóta samveru. Alls konar efniviður verður á staðnum og öll velkomin. Verkefnið er hluti af Barnamenningarhátíð á Akureyri og aðgangur að safninu er ókeypis í tilefni Eyfirska safnadagsins.
Lesa meira
Opið alla páskahátíðina

Opið alla páskahátíðina

Listasafnið á Akureyri verður að venju opið alla páskahátíðina á hefðbundnum opnunartíma kl. 12-17, en nú standa yfir átta sýningar í tólf sölum safnsins. Laugardaginn 19. apríl kl. 11-12 verður einnig verður boðið upp fjölskyldujóga undir yfirskriftinni Á haus í Listasafninu. Viðburðurinn er hluti af Barnamenningarhátíð og er ókeypis aðgangur, en skráning nauðsynleg á heida@listak.is. Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir, jógakennari og hljóðheilari, býður þá fjölskyldur velkomnar í samverustund þar sem hún fléttar saman fjölskyldujóga og skynjun í núvitund með listrænu ívafi.
Lesa meira
Fjölskyldujóga í Listasafninu

Fjölskyldujóga í Listasafninu

Laugardaginn 19. apríl kl. 11-12 verður boðið upp á fjölskyldujóga í Listasafninu undir yfirskriftinni Á haus í Listasafninu. Viðburðurinn er hluti af Barnamenningarhátíð og er ókeypis aðgangur, en skráning nauðsynleg á heida@listak.is. Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir, jógakennari og hljóðheilari, býður fjölskyldur velkomnar í samverustund þar sem hún fléttar saman fjölskyldujóga og skynjun í núvitund með listrænu ívafi.
Lesa meira
Freyja Reynsdóttir, verkefnastjóri sýninga.

„Umsóknarfrestur er til 9. apríl“

„Listasafnið á Akureyri hefur frá 2015 sett upp samsýningu á verkum norðlenskra listamanna annað hvert ár og nú er því komið að sjötta tvíæringnum,“ segir Freyja Reynisdóttir, verkefnastjóri sýninga hjá Listasafninu.
Lesa meira
Þorsteinn Jakob Klemenzson.

Tólf tóna kortérið á laugardaginn

Laugardaginn 5. apríl verður Tólf tóna kortérið á dagskrá í sal 04 í Listasafninu. Þá mun Þorsteinn Jakob Klemenzson frumflytja eigið spunaverk, Óreiða, fyrir rafgítar og teiknivél. Í verkinu leitar Þorsteinn Jakob að tengslum þess mannlega og tölvugerða. Á meðan hann spinnur rafgítarverk mun tölva teikna upp tónlistina á myndrænan hátt og sameina mannlega sköpun við tölvustýrða óreiðu.
Lesa meira
Á haus í Listasafninu

Á haus í Listasafninu

Laugardaginn 5. apríl kl. 11-12 býður Þuríður Helga Kristjánsdótttir, jóga- og núvitundarkennari, býður börnum og fjölskyldum þeirra að stíga út úr amstri dagsins, upplifa Listasafnið á nýjan og meðvitaðri hátt og njóta samveru í skapandi og rólegu umhverfi.
Lesa meira
Sjónarafl – þjálfun í myndlæsi

Sjónarafl – þjálfun í myndlæsi

Listasafn Íslands í samstarfi við Listasafnið á Akureyri býður upp á námskeið fyrir kennara í aðferðum Sjónarafls – þjálfunar í myndlæsi. Námskeiðið verður haldið í Listasafninu á Akureyri, þriðjudaginn 25. mars kl. 14-16 og miðvikudaginn 26. mars kl. 09-11 og kl. 11.30-13.30.
Lesa meira
Ingibjörg Hannesdóttir.

Þriðjudagsfyrirlestur: Sjónarafl – þjálfun í myndlæsi, brú inn í skólakerfið

Þriðjudaginn 25. mars kl. 17-17.40 halda Ragnheiður Vignisdóttir, fræðslu- og útgáfustjóri, og Ingibjörg Hannesdóttir, sérfræðingur fræðslu og miðlunar, hjá Listasafni Íslands síðasta Þriðjudagsfyrirlestur vetrarins í Listasafninu undir yfirskriftinni Sjónarafl – þjálfun í myndlæsi, brú inn í skólakerfið.
Lesa meira