Flýtilyklar
Fréttasafn
Fjölskylduleiðsögn á sunnudaginn
22.10.2024
Sunnudaginn 27. október kl. 11-12 mun Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, verkefnastjóri fræðslu og miðlunar, segja börnum og fullorðnum frá sýningum Einars Fals Ingólfssonar, Útlit loptsins - Veðurdagbók, Georgs Óskars, Það er ekkert grín að vera ég, og Detel Aurand og Claudia Hausfeld,
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestur: Anna Richardsdóttir
20.10.2024
Þriðjudaginn 22. október kl. 17-17.40 heldur gjörningalistakonan Anna Richardsdóttir Þriðjudagsfyrirlestur undir yfirskriftinni Listafólk er besta fjárfestingin! Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestur: Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir
13.10.2024
Þriðjudaginn 15. október kl. 17-17.40 heldur sellóleikarinn Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir Þriðjudagsfyrirlestur undir yfirskriftinni ListaÉg. Í fyrirlestrinum mun hún spekúlera í listferli og listalífi. Hún mun grúska í tilurð, gjörðum og lífi einhvers konar listapersónu sem á heima í einhvers konar alvöru persónu. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Frábær A! að baki
13.10.2024
A! Gjörningahátíð fór fram á Akureyri á dögunum og nú í tíunda sinn. A! er haldin árlega og er eina hátíðin á Íslandi sem einbeitir sér einungis að gjörningalist. 29 alþjóðlegir listamenn tóku þátt og komu frá Indlandi, Ungverjalandi, Japan, Kanada, Bandaríkjunum, Slóvakíu, Danmörku, Grænlandi, Noregi, Mexíkó og Íslandi. Að þessu sinni fóru gjörningarnir fram í Listasafninu á Akureyri, Deiglunni, Eyrarlandsvegi 12 og Hofi.
Lesa meira
A! Gjörningahátíð hafin
11.10.2024
A! Gjörningahátíð hófst í gærkvöldi í Listasafninu á Akureyri með gjörningi KGB þríeykisins, en það skipa Kristján Helgason, Birgir Sigurðsson og Guðmundur Steinn Gunnarsson. Að þeim gjörningi loknum tóku við gjörningar Vénýjar Skúladóttur, Ashima Prakash og Évu Berki. A! er þriggja daga alþjóðleg gjörningahátíð sem haldin er árlega, nú í tíunda sinn og stendur fram á laugardagskvöld. Ókeypis er inn á alla viðburði. Hátíðin er sú eina sinnar tegundar á Íslandi þar sem einungis er um gjörningalist að ræða úr öllum listgreinum. Dagskrá hátíðarinnar má sjá á listak.is.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestur: Snæfríður Sól Gunnarsdóttir
04.10.2024
Þriðjudaginn 8. október kl. 17-17.40 heldur leikstjórinn og listakonan Snæfríður Sól Gunnarsdóttir Þriðjudagsfyrirlestur undir yfirskriftinni Vega og meta, mega og veta. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Tólf tóna kortérið hefur göngu sína að nýju
01.10.2024
Fyrsta Tólf tóna kortér vetrarins fer fram á laugardaginn, 5. október, kl. 15-15.15 og kl. 16-16.15, en þá mun gítarleikarinn Svanur Vilbergsson frumflytja verkið Staðir eftir Daniele Basini.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestur: Wolfgang Hainke
29.09.2024
Þriðjudaginn 1. október kl. 17-17.40 heldur þýski myndlistarmaðurinn Wolfgang Hainke Þriðjudagsfyrirlestur um Flúxus-sýningarverkefnið Stranded – W(h)ale a Remake Portfolio – More Than This, Even, sem sett var upp í sölum 10 og 11 síðastliðið vor. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Bókarkynning hjá Detel Aurand
26.09.2024
Sunnudaginn 29. september kl. 15 mun þýska listakonan Detel Aurand kynna bók sína We are Here. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Þrjár sýningar opnaðar á laugardaginn
23.09.2024
Laugardaginn 28. september kl. 15 verða þrjár sýningar opnaðar í Listasafninu á Akureyri: Detel Aurand og Claudia Hausfeld – Samskipti, Georg Óskar – Það er ekkert grín að vera ég og Einar Falur Ingólfsson – Útlit loptsins – Veðurdagbók. Klukkan 15.45 hefst listamannaspjall við Georg Óskar, Detel Aurand og Claudia Hausfeld. Daginn eftir opnun, sunnudaginn 29. september, kl. 15 verður bókarkynning og upplestur á bók Detel Aurand, We Are Here.
Lesa meira