Listasafnið býður upp á fjölskylduleiðsögn einn sunnudag í mánuði. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, segir börnum og fullorðnum frá sýningum Listasafnsins. Að lokinni leiðsögn er gestum boðið að búa til sitt eigið listaverk, innblásið af verkum listamannanna.
Aðgangur er ókeypis í boði Norðurorku sem styrkir sérstaklega safnfræðslu Listasafnsins.
27. ágúst: Afmæli
24. september: Hringfarar / Að vera vera
29. október: Töfrasproti tréristunnar / Leiðnivír
19. nóvember: Afar ósmekklegt / Einfaldlega einlægt