Vinir Listasafnsins

Vinafélagið Vinir Listasafnsins var stofnuð í febrúar 2017 og er félag áhugamanna um myndlist, en tilgangur þess er að styðja við og efla starfsemi Listasafnsins á Akureyri. Stefnt er á að meðlimir geti komið með hugmyndir að fyrirlestrum, málþingum og annarri dagskrá auk þess að geta aðstoðað við sérstaka viðburði á vegum safnsins.

Aðild kostar 5.500 kr. árlega en 4.500 kr. fyrir 18 ára og yngri, 67 ára og eldri og námsmenn. Aðild felur jafnframt í sér:

  • Árskort í Listasafnið á Akureyri.
  • Gjöf frá Listasafninu.
  • Frían aðgang að Hönnunarsafni Íslands og Gljúfrasteini, húsi Halldórs Laxness.
  • Afslátt af sýningarskrám og af vörum í safnbúð.
  • Sérstakar leiðsagnir um sýningar og kynning á dagskrá og viðburðum á vegum safnsins.

Áhugasamir geta skráð sig HÉR.