Form í flæði I-II

Valin verk fyrir sköpun og fræðslu 
Form í flæði
19.02.2022-21.08.2022 / 27.08.2022-18.02.2023
Salur 07

Í safnfræðslurými Listasafnsins eru haldnar ýmis konar listsmiðjur og þar gefst safngestum einnig færi á að doka við og skapa sína eigin list í fallegu og skapandi umhverfi. 

Í rýminu eru reglulega settar upp sýningar, bæði með afrakstri úr listsmiðjunum og með verkum úr safneign Listasafnsins. Þau verk, ásamt öðrum sýningum safnsins, geta gestir notað sem innblástur í eigin sköpun, þó að valið sé að sjálfsögðu frjálst. Öll sköpun er góð, en að skapa í listasafni er einstök upplifun. Hægt er að nota listaverkin á veggjunum sem fyrirmynd og blanda saman litum og áhrifum úr ólíkum verkum. Liti, form og línur er hentugt að nota á pappírinn sem er á borðinu fyrir safngestina, jafnvel þó listaverkin kunni að vera gerð úr öðrum efniviði. Innihald verkanna miðast við þema hverrar sýningar.