Íslensk samtíđarportrett


Heiti sýningarinnar, Íslensk samtíđarportrett, felur í sér margar vísanir sem birtast í fjöl­breyttri flóru listaverkanna. Um er ađ rćđa áhugaverđa blöndu og samspil hugmynda um ţađ sem er íslenskt, um hvađ felst í hugmyndinni um samtíđ og um ţađ sem orđiđ portrett stendur fyrir. Allar ţessar hugmyndir og oft á tíđum óvćnt samspil ţeirra eiga sinn ţátt í mótun og samsetningu sýningarinnar. Ţungamiđja sýningarinnar er hugmyndin um portrettiđ og ţađ sem ţađ getur leitt í ljós. Ţađ er kjarninn í ţví sem er önnur ćtlun hennar: ađ birta áhorfendum íslenska samtíđ í samspili ólíkra portrettmynda og ađ draga fram einskonar mósaíkmynd sem segir meira en orđ fá mćlt og mun meira en hver einstök mynd getur sýnt. Á sýningunni er ţví leitast viđ ađ sýna portrett í víđum skilningi ţar sem fjölbreytni í ađferđum, myndhugsun og afstöđu til listsköpunar kemur skýrt fram í margbreytileika verkanna. Ţannig birtist okkur portrettiđ í íslenskum veruleika í núinu, í veruleika sem á sér djúpar sögulegar rćtur. Táknrćn merking myndanna er í senn einstök í persónulegri nálgun listamannsins viđ fyrirmynd sína og almenn, ţar sem verkin birta okkur ímynd ţess samfélags sem viđ búum í.

Hugmynd portrettsins

Orđiđ portrett á upptök sín í latneska orđinu protraho. Bókstafleg merking orđsins er ađ draga eđa leiđa eitthvađ fram á viđ. Í yfirfćrđri merkingu ţýđir ţađ hinsvegar ađ sveipa hulunni af einhverju eđa leiđa eitthvađ í ljós. Ţar liggur lykillinn ađ baki mannamyndunum sem orđiđ hefur oftast vísađ til. Hugmyndin er sú ađ myndirnar dragi fram einhvern raunveruleika sem býr ađ baki útliti manneskjunnar sem myndin er af og gefi okkur ţannig innsýn í persónuleika og sálarlíf sem falist getur undir ţöglu yfirborđi myndarinnar. Listamađurinn horfir á fyrirmynd sína og skođar hana gaumgćfilega. Hann  dregur síđan línur hennar á blađ eđa striga ţannig ađ hún birtist okkur ljóslifandi, helst ţannig ađ allir sem hana ţekkja finna ađ ţarna býr ađ baki einhver raunveruleiki sem er sú persóna sem myndin er af. Ţetta er kjarni portretthugmyndarinnar.

Tilgangurinn međ portrettmyndinni er ţví sú ađ ná fram sterkum líkindum međ myndinni og ţeirri persónu sem myndin er af. Myndin er talin góđ ţegar hún nćr vel persónunni á bak viđ myndina. Ţá finnst fólki ţađ ţekkja hana sem slíka og ruglast ekki á henni og öđrum sem líkjast ţeim sem myndin er af. Ćtlun listamannsins er ţví sú ađ myndin nái ađ fanga einstakt útlit ţeirrar persónu sem myndin er af, útlit sem sú persóna hefur sjálf og enginn annar.

Saga portrettmynda

Í Grikklandi til forna var algengt ađ gerđar voru ţekkjanlegar eftirmyndir af mektarmönnum og ţćr settar upp opinberlega. Myndir ţessar ţjónuđu međal annars pólítískum tilgangi og voru notađar til ađ sýna völd og styrk viđkomandi ađila. Líkamlegt atgervi og íţróttamennska voru mikils metin í samfélaginu. Ţegar portrettmyndir voru gerđar af valdamönnum var mönnum í mun ađ sýna ţá sem voldugasta. Til ţess voru ţeir fegrađir ţannig ađ ţekkjanleg höfuđmynd ţess sem portrettiđ var af var sett á glćsilegan og stćltan líkama íţróttamanns. Ímyndađur stćltur líkami kom ţannig í stađ rýrari líkama hins aldurhnigna stjórnskörungs. Segja má ađ portrettiđ hafi ţannig átt ađ ná hinu innra eđli ţess sem myndin var af. Líkaminn sem var farinn ađ gefa sig var ekki hin rétta mynd mannsins. Kraftur hans og styrkur birtist ţví betur í stćltri eftirmyndinni heldur en í hinum raunverulega líkama. Portrettiđ sýndi ímyndađ útlit mannsins sem ţađ var af fremur en raunverulegt útlit hans. Ţađ birti fólki ţví manninn ţannig ađ hann vćri ţekkjanlegur á styttunni og íţróttamannslega ímynd hans sem gat veriđ verulega ólík raunverulegri mynd hans.

Ţegar myntslátta var innleidd í Rómaveldi varđ fljótlega til siđs ađ setja portrett af keisaranum á myntina. Keisarinn var einstakur og ţessvegna var mynt međ andliti hans einstakt tákn fyrir ríkiđ sjálft, tákn sem ađrir gátu ekki leikiđ eftir međ réttu. Portrett keisarans var stađfesting á gildi peninganna. Ţađ sýndi ađ ţeir kćmu frá ríki hans og vćru ţess vegna gildir og ađ verđmćti ţeirra vćri ţví tryggt. Ţađ var einstök persóna keisarans sem stóđ bókstaflega á bak viđ ţetta gildi. Ţannig varđ portrettiđ ađ öflugu valdatćki. Keisarinn var einn og einstakur og ţekktur af ţeim ţegnum sínum sem voru í návígi viđ hann. Vandinn var hins vegar sá ađ ţegnar sem bjuggu fjarri höfuđborginni gátu ekki lćrt ađ ţekkja hann. Peningarnir ţjónuđu ţví hlutverki ađ bera hróđur ríkisins út um víđfeđmar lendur ţess. Einstök portrettmynd keisarans sem prýddi myntina breiddi ţví út og tryggđi völd hans. Ţegar peningarnir voru notađir sem gjaldmiđill utan landamćra ríkisins minntu ţeir einnig á mátt ţess og afl.

Upphaf einstaklingsins

Ţađ er á tímum endurreisnarinnar, á fjórtándu og fimmtándu öld, sem portrettiđ ţróađist yfir í ţá mynd sem viđ ţekkjum ţađ. Ţá var til siđs ađ auđugir og valdamiklir menn styrktu gerđ kirkjulistaverka. Ţeir sömdu viđ listamenn um gerđ myndanna sem sýndu ţekkta atburđi úr Biblíunni. Á ţessum tíma fór einnig ađ verđa viđtekiđ ađ bćta inn í myndina mynd af velunnaranum sem fjármagnađi myndina. Ţeir fengu ţannig ađ vera í samneyti viđ Krist, Maríu og postulana í myndinni, til hliđar viđ meginatburđina. Ţannig létu ţeir gera sjálfum sér tákn, svipađ og keisarinn var fyrir ríkiđ, um eigin stöđu. Ímynd ţeirra á vettvangi trúarlegra atburđa minnti ađra samferđarmenn ţeirra á hversu trúađir og tryggir kirkjunni ţeir vćru. Hún var einnig ađ vissu marki sett fram Guđi til vitnis um velgjörđir ţeirra.  Hún vakti međ ţeim von um ađ leiđin til himnaríkis eftir dauđann yrđi auđsóttari en annarra sem ekki áttu sér portrettmynd á veggjum kirkjunnar. Ţađ voru hinsvegar ekki bara áhrifamenn sem birtust í verkum á ţennan hátt. Listamenn sáu sér einnig leik á borđi og laumuđu sinni eigin mynd inn á verkin. Ţegar leiđ fram á sextándu öldina varđ sífellt algengara ađ ţekktir listamenn máluđu sjálfa sig inn í eigin verk.

Á barokktímanum, á sautjándu öld og fram á ţá átjándu, varđ mikill uppgangur í gerđ portrettmynda. Ţeir sem áttu mikiđ undir sér, ađalsmenn og auđugir borgarar, létu í auknum mćli mála af sér myndir sem sýndu ţá í skartklćđum og međ hluti í kring um sig sem tákn um velmegun ţeirra og stöđu. Hér var tilgangur portrettmyndarinnar bćđi sá ađ heiđra minningu einstaklingsins og  sýna stöđu hans í ţjóđfélaginu. Í Hollandi var einnig til siđs ađ fagfélög iđnađarmanna létu mála af sér hópportrett. Međ ţví minntu ţeir á mikilvćgi gildisins í ţjóđfélaginu og sýndu hvernig ţeir sem hópur einstaklinga gat tryggt völd sín og áhrif í sameiningu. Hópportrettin sýndu samborgurum ađ ţeir sem á ţeim voru vćru mikilvćgir menn í samfélaginu. Ađ auki sýndi hópportrettiđ fram á mismunandi stöđu félaganna í gildinu innbyrđis. Ţeir mikilvćgustu voru meira áberandi og í miđpunkti myndarinnar en ţeir sem minna máttu sín voru sýndir til hliđar. Táknrćn merking portrettmynda í samfélaginu var ţví orđin mikilvćg á ţessum tímum.

Á barrokktímanum fóru myndlistarmenn einnig ađ mála sjálfsmyndir af sér í auknum mćli. Áđur voru málarar taldir einfaldir handverksmenn en á ţessum tíma sóttust ţeir eftir aukinni viđurkenningu sem virtir borgarar. Međ ţví ađ mála af sjálfum sér svipađar myndir og ţeir gerđu af ráđamönnum styrktu ţeir stöđu sína sem borgarar í samfélaginu.

Nútímaportrett

Á nítjándu öldinni leiddi tilkoma ljósmyndatćkninnar af sér byltingu í gerđ portrettmynda. Í upphafi, frá fimmta fram á sjöunda áratug aldarinnar, var nokkuđ dýrt ađ láta taka af sér ljósmynd; myndatakan gat kostađ rúm mánađarlaun vel stćđs iđnarđarmanns. Ţeir sem nýttu sér ţjónustu portrettljósmyndara ţurftu ţví ađ vera vel stćđir. Ţótt ljósmyndatakan vćri mun ódýrari en ađ láta mála af sér portrett var ljósmyndaportrettiđ ţó enn tákn um velmegun. Tćknin ţróađist hins vegar hratt og um 1870 var orđiđ hćgt ađ láta taka af sér litlar portrettmyndir fyrir tiltölulega lítiđ fé. Viđ ţetta jókst gerđ portrettljósmynda til mikilla muna. Venjulegt fólk gat nú látiđ taka af sér myndir. Ţetta voru tímar lýđrćđisumbóta og stéttaátaka í samfélaginu og portrettmyndir voru góđ ađferđ til ađ endurspegla ţćr breytingar. Nú sóttist fólk eftir ţví ađ sýna fram á ađ ţađ vćri jafnmikilvćgt og ađallinn og auđmennirnir sem áđur voru ţeir einu sem gátu látiđ gera af sér eftirmyndir. Núna gat almenningur, borgararnir sem í auknum mćli voru ađ taka völdin í samfélaginu, sýnt fram á áhrif sín og breytta stöđu í ţjóđfélaginu. Ljósmyndaportrettiđ var tćkni lýđrćđisins, tćknin sem gat gert venjulega einstaklinga áberandi í ţjóđfélaginu.

Til eru ógrynni portrettmynda frá síđari hluta nítjándu aldar. Á flestum ţeirra sjáum viđ fólk klćtt upp í sitt fínasta púss ţar sem ţađ situr eđa stendur grafkyrrt á međan myndin er tekin. Á sumum ţeirra eru fleiri saman, stundum heilu fjölskyldurnar. Algengt er ađ á myndunum séu einnig allskonar hlutir, munir sem sýna stöđu fyrirmyndanna eđa tákna störf ţeirra. Ţetta er arfleifđ frá portrettmálverkum fyrri tíma ţar sem slíkir hlutir voru nýttir á táknrćnan hátt til ađ sýna persónuleika og stöđu fyrirmyndarinnar. Löng hefđ hefur skapast um ađ sýna persónuna á táknrćnan hátt. Ţćttir í ţessu eru fötin sem fólk klćđist, húsmunir, stólar, borđ, súlur eđa blómavasar. Ađ baki fólkinu í myndunum var síđan yfirleitt málađur bakgrunnur sem var eins og sviđstjöld. Á honum gat birst veglegt rými ţannig ađ ţađ var eins og myndin vćri tekin í höll. Einnig var algengt ađ nýta áhugavert landslag sem bakgrunn. Ţessir ţćttir myndarinnar, hlutir, húsmunir og bakgrunnur notađi fólk, eins og framámenn fyrri alda gerđu, til ađ tákna mikilvćgi sitt, stöđu og persónuleika.

Flestir ţeir munir sem birtast međ fólki á portrettljósmyndum nítjándu aldar eru ekki ţeirra eigin hlutir. Ljósmyndatakan átti sér stađ í stúdíói ljósmyndarans. Í stórborgum voru ţau yfirleitt í risi hárra bygginga ţar sem hćgt var ađ útbúa ţakglugga svo ađ skćr birta léki um rýmiđ. Fólk gat ţví ekki nýtt sér persónulega muni nema ađ litlu leyti viđ myndatökuna. Í stađinn buđu ljósmyndarar fólki ađ velja úr góđu safni muna til ađ hafa međ á myndinni. Ţađ gat einnig valiđ úr ţví úrvali bakgrunna sem stúdíóiđ hafđi upp á ađ bjóđa. Ef ţađ átti ekki nćgjanlega fín föt fyrir myndatökuna gátu ljósmyndarar einnig útvegađ ţau. Ţannig gat einstaklingurinn valiđ úr ţví sem í bođi var á ljósmyndastofunni til ađ móta hvernig hann birtist á myndinni. Ţetta ţýđir ađ andlitiđ og hendurnar voru oft ţađ eina sem tilheyrđi einstaklingnum og birtist á myndinni. Önnur persónuleg einkenni eins og andlitsmálun og hárgreiđsla voru, eins og enn er vaninn, mótuđ sérstaklega fyrir myndatökuna. Allt annađ var sett saman fyrir myndatökuna á ljósmyndastofunni sjálfri, fötin, leikmunirnir og bakgrunnurinn. Flest ţađ sem er á endanlegu myndinni er ţví hluti sviđsmyndar sem var sérstaklega búin til til ađ sýna   persónu ţess sem myndin er af. Ţađ er hér sem ţverstćđa portrettmynda kemur sterkast fram: annars vegar ţađ markmiđ myndarinnar ađ draga fram einstakan persónuleika fyrirmyndarinnar og hins vegar ţađ meginhlutverk hennar ađ nýta leikmuni og sviđsmynd til ađ sýna almenna stöđu hennar. Myndin er ţví ekki bara af einstaklingnum sem er fyrirmynd hennar heldur er hún jafnframt og ekki síđur sú ímynd sem einstaklingurinn vill falla inn í. Á međan persónuleikinn er einstakur er hugmyndin um borgaralega ímynd einstaklingsins og stöđu hans almenn. Ţađ er ţessvegna sem flestar portrettmyndir frá seinni hluta nítjándu aldar líta í meginatriđum eins út. Flestar fyrirmyndanna ćtluđu ađ láta gera af sér mynd til ađ sýna fram á sérstćđan persónuleika sinn. Nú er ţetta fólk hins vegar gleymt, viđ vitum ekki hver ţađ er sem myndin sýnir okkur. Ţannig verđur heildarmyndin almenn og ţađ sem skín úr myndinni fyrir okkur er sviđsmyndin og umgjörđin og sú ímynd sem hún birtir okkur. Í henni sjáum viđ drauma fólksins og óskir um hvernig ţađ vildi vera. Ţađ sem birtist sterkast í ţessum fjölda mynda er ţví hin almenna ímynd sem hinn nýfrjálsi borgari lýđrćđisríkisins vill vera hluti af.

Samtíđarportrett

Eins og komiđ hefur fram ţá er eiginleg merking portrettmynda fjölţćtt. Ţćr birta okkur hiđ einstaka í ţví ađ draga fram einkenni persónunnar sem er myndefni ţeirra, ţađ sem sker persónuna úr fjöldanum og gerir okkur kleift ađ ţekkja hana sem slíka. Um leiđ birtir portrettiđ okkur einnig ţađ sem er almennt og sameiginlegt fólki. Ţađ sem sést á ţennan hátt er ţrá mannsins um ađ falla inn í hópinn og njóta viđurkenningar. Ţannig birtist hiđ almenna gjarnan ţegar portrettum hefur veriđ safnađ saman og ţau skođuđ í heild og einstaklingseinkennin hafa minna vćgi. Ţetta tvöfalda merkingarsviđ portrettsins hefur leitt til ţess ađ orđiđ portrett hefur í yfirfćrđri merkingu veriđ notađ yfir myndir og lýsingar á mörgu öđru en einstaklingum. Oft er talađ um „portrett“ ţegar draga á fram sameiginlegan kjarna í einhverju sem er, eins og portrettmyndir, bćđi almennt og einstakt. Til dćmis hafa veriđ gerđ portrett af svćđum, borgum, fyrirtćkjum, ţjóđum og löndum. Í öllum ţessum tilvikum er veriđ ađ reyna ađ skođa og lýsa ţví sem er einstakt viđ umfjöllunarefniđ, en ţó á ţann hátt ađ ţađ sé einnig lýsandi fyrir ţađ sem ţađ á sameiginlegt međ öđrum. Hugmyndin um portrettiđ er notuđ til ađ skođa ţađ sem er einstakt um leiđ og ţađ er lýsir stćrri heild.

Ţađ er á ţennan hátt sem hćgt er ađ skilja sýninguna Íslensk samtíđarportrett á marga vegu. Verkin á sýningunni er öll einhvers konar portrett, ţau eru tjáning listamanna ţar sem reynt er ađ draga hiđ einstaka fram í persónunni á mismunandi máta. Sumir listamannanna einbeita sér ađ mannverunni sjálfri, ađ ţví ađ sýna útlit hennar og afstöđu á einfaldan hátt í mynd og draga fram sérstöđu hennar. Í ţeim verkum eru ţađ oft bćđi draumar fyrirmyndarinnar og listamannsins sem móta endanlega sýn okkar. Ađrir nýta sér hiđ einstaka á ákveđinn hátt til ađ draga fram áherslur samfélagsins, ţeirrar samtíđar sem viđ búum viđ. Ţar eru einstök einkenni einstaklingsins í meira mćli falin í ţeirri persónu sem veriđ er ađ túlka og ţar verđur umgjörđin sterkari. Hér er ţađ fremur hin almenna ímynd samfélagsins sem listamađurinn vill draga fram. Heildarmynd sýningarinnar er hugsuđ sem sambland ţessara ţátta sem birtast í mismiklum mćli í sérhverri mynd. Í fjölbreytni sýningarinnar er ţví falin sú von ađ hún birti bćđi fjölbreytileika hins einstaka í íslenskri samtíđ; hvernig bćđi fyrirmyndir og listamenn eru einstakir í hugsun sinni og ímyndun og hina almennu sýn sem samansafn verkanna dregur fram af íslenskri samtíđ. Sýningin í heild er ţví einskonar samsett portrett af ţví sem gćti talist íslenskt í núinu sem viđ búum viđ.

Hlynur Helgason, listheimspekingur.

______________________________________________________________________________________________

The title of this exhibition, Icelandic Portraiture, includes several references appearing in the diverse range of artworks?an interesting mix and interplay of ideas on what is Icelandic, the contemporary era and what the word portrait stands for. All these ideas and often their unexpected interactions play a part in the design of the exhibition. Its main objective is to reflect on the concept of the portrait and what it can reveal. Its second objective is to show the Icelandic contemporary era through the interplay of different portraits and thereby create a mosaic, which will tell us something far beyond words. Overall, the goal is to exhibit portraits in a broad sense, showing diversity in methods, visual thinking and approaches in art creation.

All the artwork in this exhibition can be classified as portraits in some sense, where the artist seeks to reveal the uniqueness of the person portrayed in various ways. Some focus on the ways of the human being, showing her appearance and attitude in a simple manner. Others utilise the uniqueness of each person in order to highlight the priorities of contemporary society.

A mixture of those factors, is revealed in various ways in each picture. The hope is to show the viewer the diversity of our times, in Iceland; how both artists and their subjects are unique in their thought and imagination. The exhibition is then, in itself, a portrait of what we could call contemporary Icelandic.