Síðasta Thule

Samsýning
Síðasta Thule
Salur 09
5. október – 1. desember 2019 

Aðilar sem tengjast listrænum hluta International Committee for Christopher Columbus, listamenn frá bæði Gamla og Nýja heiminum, hafa lengi vonast eftir að geta haldið listsýningu á Íslandi. 

Í endurminningum sínum minntist Kristófer Kólumbus á eyjuna Thule og í bréfum Seneca er vitnað til Ultima Thule sem nyrsta hluta hins kannaða heims. Það er því í anda landkönnuðanna sem ítalskir listamenn leggja upp í för til Íslands / Ultima Thule  með verk sín, til að taka þátt í sýningunni í Listasafninu á Akureyri og opna þannig leiðina til nyrsta hluta hins nýja heims og síheillandi dulúðar hans.