Hrafnhildur Arnardóttir

Hrafnhildur Arnardóttir
Faðmar
Salur 07
31. ágúst 2019 - 9. ágúst 2020 

Hrafnhildur Arnardóttir / Shoplifter (f. 1969) hefur verið búsett í New York frá því hún lauk þar framhaldsnámi í myndlist frá School of Visual Arts 1996.

Sköpunargleði, húmor og áhrif frá dægurmenningu eru rauði þráðurinn í verkum Hrafnhildar. Staðbundnar innsetningar, skúlptúrar og veggverk þar sem efniviðurinn er marglitt gervihár og plast eða blönduð tækni, eru einkennandi fyrir verk hennar síðustu tvo áratugina. Hrafnhildur hefur sýnt í virtum söfnum víða um heim, m.a. í MoMA í New York og Nútímalistasafninu í Brisbane, og verk hennar má sjá í listasögubókum á vegum Phaidon bókaútgáfunnar.

Sýning Hrafnhildar er í rými sem tileinkað er safnkennslu Listasafnsins. Með vísun í ævintýraheima, frjóu ímyndunarafli og leikgleði höfða litrík verkin til barna á öllum aldri og ekki síður til barnsins sem býr innra með fullorðnum.

Hrafnhildur er fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum 2019.

Sýningarstjóri: Hlynur Hallsson.