Stolnar fjaðrir

Þórdís Alda Sigurðardóttir

STOLNAR FJAÐRIR  10. ágúst ? 15. september

 


Þórdís Alda og sögurnar í hinu smáa

eftir Jón Proppé

Heill skógur af trjám úr ryðguðu járni og ryðgaðar flækjur af járni á gólfinu eins og rætur. Laufhaddur trjánna ? ef svo má að orði komast ? er gerður úr dagblöðum, lopapeysum og sokkum. Allt er þetta kunnuglegt en samhengið framandi og upp úr skóginum stendur svo logandi viti eins og til að vísa okkur veginn. Efni af þessu tagi ? föt, gömul straujárn, sokka, ryðgað járnadót ? hefur Þórdís Alda lengi notað í skúlptúra sína og innsetningar. Þetta eru oftar en ekki hlutir af því tagi sem við umgöngumst og notum daglega án þess að gefa þeim mikinn gaum nema út frá notagildi þeirra. Við göngum til dæmis í sokkum, þvoum þá og göngum frá þeim í skúffu, aftur og aftur í hverri viku alla ævi, án mikillar umhugsunar; sokkar eru svo ómerkilegir að þegar á þá kemur gat hikum við varla við að henda þeim. ?Ég vinn út frá þessu smáa sem umlykur okkur,? sagði Þórdís Alda í viðtali árið 2004. Efniviður hennar er þessir hversdaglegu hlutir sem fá einmitt merkingu af því við erum alltaf að stússa með þá án þess að hugsa mikið um það og þeir verða eins og samgrónir okkur án þess að við tökum eftir því. Í ryðskóginum, líkt og í mörgum eldri verkum sínum, safnar Þórdís Alda slíkum hversdagshlutum saman svo allt í einu verður til heil undraveröld og af mótsögninni blómstra allt í einu fram flóknar myndlíkingar og óvænt, ný sjónarhorn.

Þórdís Alda Sigurðardóttir lærði myndlist í Myndlista- og handíðaskólanum í Reykjavík og við myndlistarakademíuna í München á níunda áratugnum og hélt sína fyrstu einkasýningu árið 1987. Á þeim tíma var mikil gróska í skúlptúr á Íslandi, ekki síst vegna tilrauna sem íslenskar listakonur höfðu verið að gera þar sem þær notuðu m.a. textíl í bland við ýmislegt annað efni, bæði náttúrulegt efni og fundna hluti úr hversdaglegu umhverfi okkar, gjarnan með tengingu við umhverfi og störf kvenna. Þessi aðferð virðist hafa hentað Þórdísi Öldu og í verkum sínum kannar hún möguleika efniviðarins, merkinguna sem verður til í hversdagslegri umgengni og myndlíkingarnar sem geta sprottið fram þegar hlutirnir eru settir í nýtt samhengi eða fá ný hlutverk. Merking verkanna verður í senn persónuleg og undarlega almenn því úr efnivið sínum getur Þórdís Alda búið til ótal sögur og tekist á við ólíklegustu viðfangsefni, hvort sem er persónuleg eða pólitísk. Það eru oft hversdaglegustu hlutirnir sem segja á endanum mest um líf okkar og sögu.

Á sýningu sinni í Ketilhúsinu veltir hún upp ýmsum spurningum og líkt og oft áður tengir hún þær persónulegu umhverfi sínu og lífi. Hér birtist listakonan meira að segja sjálf á myndum sem teflt er saman við myndir af dýrum í útrýmingarhættu. Þessi samsetning er ótrúlega ágeng og ögrandi: Hættan er ekki lengur fjarlægt eða abstrakt heldur persónuleg og nálæg. Ögrun af þessu tagi má líka finna í því að hér eru sýnd saman verk eins og myndband af barni og svo innsetningin af ?leiðtogafundinum?. Hið pólitíska og hin sammannlega saga er alltaf í raun persónuleg og við skiljum ekkert í raun nema við getum skilið það sem hluta af okkar eigin sögu.

Þetta samtal við söguna er sterkur þráður í myndlist Þórdísar Öldu og birtist einmitt helst í ?þessu smáa sem umlykur okkur?. Hún ólst upp í sveit og hversdagsstörfin eru henni hugleikin, störfin innan húss og utan og lífið sem spinnst við þessi störf. Hún dregur fram stússið við þvotta, hversdagsleg amboð og forgengilega hluti, dótið sem safnast upp í kringum okkur, járnaruslið bak við skemmuna eða smádótið ofan í skúffu sem enginn man lengur hvaðan kom.

Skúlptúrinnsetningin hentar einkar vel fyrir nálgun hennar og skilning. Í innsetningunni verður til umhverfi sem við getum gengið inn í eða að minnsta kosti mátað okkur við, umhverfi sem er eins og efnið sem hún notar, í senn hversdagslegt og framandi. Hér fá kunnuglegir hlutir nýtt samhengi og úr verður samtal sem við erum strax orðin hluti af einmitt vegna þess að hversdagsleikinn er okkur að svo stórum hluta sameiginlegur: Öll eigum við sokka í skúffu eða á snúru. Það sem kemur á óvart er að úr þessum hlutum megi smíða heila furðuveröld, jafnvel einhvers konar ævintýraskóg og opinbera þannig miklu stærri sögu um veröld okkar og örlög.


 

Þórdís Alda and the Story of Small Things

by Jón Proppé

A whole forest of trees made of rusted iron with rusty, root-like twists of iron on the floor. The leafy coiffure of the trees ? if one may call it that ? is made up out of newspapers, Icelandic woolen sweaters, and socks. All of the elements are familiar, but the context is astonishing; and up out of the forest stands a flaming tower, as if to show us the way. Þórdís Alda has long made use of materials of this kind ? clothing, old flatirons, socks, rusty bits of iron ? in her sculptures and installations. These are most often things that we use and encounter daily, without paying much attention to anything but their use. We wear socks, for example, wash them, put them away in our drawers, again and again, each week of our lives, with hardly any thought; socks are so insignificant that when a hole is worn in them we hardly hesitate when we throw them away.

?I work out of the little things that surround us?, Þórdís Alda explained in a 2004 interview.  Her materials are the everyday things whose significance derives from the fact that we work with them constantly without thinking much about them, and they become integral to our daily lives without our even noticing. In the rusty forest, as in many of her earlier works, Þórdís Alda collects together commonplace elements in such a way that all at once a wonderland is formed, and out of this contradiction flourishes, all of a sudden, a welter of complex metaphors and unexpected new perspectives.

Þórdís Alda Sigurðardóttir studied art at the Icelandic College of Arts and Crafts (Myndlista- og handíðaskóli Íslands) and at the Academy of Fine Arts in Munich (Akademie der Bildenden Künste München) in the 1980?s and held her first individual exhibition in 1987. That was a period of rapid development in Icelandic sculpture, not least on account of the experiments being done by Icelandic women artists in which they used, among other things, textiles in combination with various other elements ? both natural materials and man-made objects from our everyday surroundings ? preferably connected with the work and environment of women. This approach seems to have suited Þórdís Alda very well, and in her works she explores the possibilities of her materials, the significance that derives from everyday familiarity, and the metaphors that appear when these objects are placed in a new context or given new roles.

The meanings of her works are both personal and astonishingly universal, for out of her materials, Þórdís Alda is able to create infinitely many stories and to deal with the most unexpected subjects, whether personal or political. It is often the most mundane objects that have, finally, the most to say about our lives and our history. Here the artist herself may appear in pictures that are arrayed together with images of endangered animals. This combination is extremely forceful and provocative: the dangers are no longer distant or abstract but personal and present.

Provocation of a similar kind is also seen in the juxtaposition of two installations, one featuring a video of a child and another representing a summit meeting of political leaders. The political, and our common human story, are always actually personal, and we do not really understand anything that we cannot interpret as a part of our own story. This conversation with history is a basic thread that runs through the art works of Þórdís Alda and appears most clearly in ?the small things that surround us?. She grew up in the countryside, preoccupied with the tasks of daily life: indoor and outdoor work and the life that is woven out of work of this kind. She highlights the work of washing, the tools and instruments of our daily routine, and transient, disposable objects ? the things that collect up around us, such as the heap of metallic junk behind the shed or the hodge-podge of little things in the drawer whose origins we have long ago forgotten.

Sculpture installation is very well suited to her vision and approach. In an installation, an environment is created into which we can enter or at least measure ourselves against, an environment that resembles the materials that she uses: at once commonplace and startling. Here mundane things are placed in a new context, and out of this emerges a dialogue that we immediately become a part of, precisely because the everyday environment is our own and, in large part, shared among us: All of us have socks in our drawers or hanging on the washline. What is unexpected is that, out of such things, it is possible to construct an entire, fabulous world ? even a fantasy forest ? thus to reveal a much greater story about our own world and our destiny.

Translated by: Barbara Belle Nelson


Umfjöllun