Knut Eckstein

Knut Eckstein
"I'm notreallyinterested in anythinggreaterthan life"
Salur 02
5. október 2019 - 5. janúar 2020 

Knut Eckstein býður áhorfandanum upp á ákveðinn viðsnúning, eða ranghverfu – hvorki meira né minna en áhrifin, skynhrifin – af risavöxnu, þrívíðu landslagsmálverki sem hægt er að ganga inn í. Og ef til vill er hið hefðbundna og viðtekna orð málverk viðeigandi til þess að gefa áhorfendum einhverja nasasjón af þessu verki Knuts Eckstein, sem má án nokkurs vafa segja að sé stórfurðulegt.

„Á víð og dreif eru tæki og tæknibúnaður sem ekki eru í notkun – vifta, reykvél – sem vísa til upphaflega glæstra fyrirætlana, sem hafa verið gefnar upp á bátinn. Samþjöppun og sameining er það sem hugnast Knut Eckstein í listrænni nálgun.“ Marcel Baumgartner um sýningu Knut Eckstein í Kunsthalle Gießen, 2016 (útdráttur úr fréttatilkynningu).