Halldór Ásgeirsson: Tengsl ? önnur ferđ


Tengsl ? önnur ferđ

Teikningar, gjörningar og innsetningar Halldórs Ásgeirssonar

Sýning í Listasafninu á Akureyri

Ferđalög eru uppspretta fagurfrćđilegrar reynslu og ćvintýra og ferđalýsingar í máli og myndum eru hluti af evrópskri bókmennta- og myndlistarhefđ sem teygir sig aftur í aldir. Eftir seinni heimstyrjöld lá leiđ ungra myndlistarmanna og rithöfunda aftur út í heim. Tilgangur slíkra ferđa var ađ gleyma sér í völundarhúsi framandi menningarsvćđa og trúarbragđa, en um leiđ ađ spegla sjálfiđ í ókunnu umhverfi. Ný kynslóđ evrópskra listamanna sótti í japönsk frćđi og austurlensk trúarbrögđ. Yves Klein lćrđi bardagalist í Japan, Alighiero Boetti settist ađ í Kabúl og umbreytti heimskortinu í litríkan bútasaum í samvinnu viđ afganskar hannyrđakonur. Marina Abramovic og Ulay mćttust á dramatískan hátt á Kínamúrnum áriđ 1983 í frćgum gjörningi; The Lovers, The Great Wall Walk. Ţeir Richard Long og Hamish Fulton breyttu fjallgöngum í fagurfrćđilega gjörninga sem hurfu í vindinn.

Halldór Ásgeirsson lagđi einnig land undir fót og gerđi heimshornaflakkiđ ađ markvissri uppsprettu myndlistarsköpunar og úrvinnslu ferđaminninga ađ myndheimi sem birtist í teikningum, innsetningum og gjörningum, ţar sem hann vinnur m.a. međ fána, liti, myndtákn, hraunbrćđslu og vatn. Ţótt ,,íslensk menning? sé listamanninum í blóđ borin bćđi í móđur- og föđurćtt; málaralist, skáldskapur, leikhús, bókmenntir og hönnun, ţá ögrar hann sjálfum sér međ ţví ađ slíta rćturnar og sćkja innblástur til framandi menningarheima.

Halldór fćddist í Reykjavík 13. október áriđ 1956. Eftir stúdentspróf lá leiđin til Kaupmannahafnar. Ţađan hélt hann suđur á bóginn, fyrst til Parísar, síđan til Ítalíu, austur um Tyrkland, og áfram landleiđina yfir Íran, Afganistan, Pakistan, Indland, alla leiđ til Nepal. Vegurinn var opinn og nokkuđ greiđfćr á ţessum árum og einfaldlega hćgt ađ fylgja hippaleiđinni (hippie trail) međ áćtlunarbílum til Katmandú í leit ađ ćvintýrum. Ţađ var margt sem örvađi ímyndunarafliđ: framandi tungumál, litadýrđ, fjalllendi, eyđimerkur og endalaust ryk sem varpar daufri slikju á nokkrar ljósmyndir sem hafa varđveist úr ferđinni.

Reisan mikla sem hófst í Kaupmannahöfn haustiđ 1976 var ferđ án fyrirheits og án beinna tilvísana, nema ţá til hugsanlegra fyrirmynda eins og Jóns Ólafssonar ?Indíafara?, Arthur Rimbaud, Jack Kerouac, eđa jafnvel hugmynda Guys Debords og Flúxara um hendinguna og flćđiđ. Í ferđinni tók Halldór ţá ákvörđun ađ skrá sig í myndlistardeild Vincennes háskóla, Université de Paris VIII, en ţar var unniđ út frá listhugmyndum ný-framúrstefnunnar og áhersla lögđ á tilraunir međ nýja miđla. Skólinn, sem var stofnađur í kjölfar stúdentauppreisnanna voriđ 1968, var ţá ţegar ţekktur fyrir framsćkna hugmyndasmíđ kennara eins og Gilles Deleuze, auk ţess ađ vera ólgandi suđupottur alţjóđlegra pólitískra hrćringa og baráttu minnihlutahópa.

Heimsreisan hélt ţví áfram á skólalóđinni og hefur Halldór lýst ţví hvernig tekist var á um heimsmálin innan um ?söluborđ međ allskyns varningi og ilmur af steiktum kryddpylsum blandađist hávćrum köllum ofstćkisfullra blađasala.?ą

Úrvinnsla Halldórs úr ferđalaginu hófst ţví strax á skólabekk veturinn 1977 til 1978. Fyrstu verkin voru veggmyndir sem hann málađi undir stjórn rúmenska aksjónistans Virgile Ghinéa bćđi innan dyra og utan á veggi háskólans. Ţćr hafa varđveist á nokkrum ljósmyndum og bera ţess merki ađ Halldór var ţá ţegar farinn ađ mođa úr fjölmenningarlegum brćđingi skólans og sćkja innblástur í reisuna miklu.

Ţessar fyrstu veggmyndir voru fyrst og fremst tilraunir međ tákn og liti sem Halldór tók ađ vinsa úr dagbókum sem hann skrifađi í ferđinni. Myndtáknin sem ţarna voru ađ mótast komu víđa ađ. Ţar má greina áhrif frá Paul Klee og kenningum hans um punktinn og línuna, en fyrst og fremst byggja ţau á tilvísunum í táknfrćđi sálgreinandans C. G. Jung og hugmyndir hans um frelsandi kraft táknsins, sem hann áleit mikilvćga uppsprettu ţekkingar og skilnings á mannlegri hugsun.

Halldór sótti einnig í hugmyndir franska súrrealistans André Bretons um hreina sjálfvirkni hugans. Breton skilgreindi sjálfvirknina sem skrásetningu hughrifa óháđa skynsemi og fagurfrćđilegum og siđferđislegum hugleiđingum. Halldór hefur útskýrt hvernig myndmáliđ verđur til í flćđisástandi ?ţegar ég hef ekkert sérstakt fyrir stafni, lćt ég mig reka međ tímanum, ţá fćđast flestar teikningar mínar.? Hending rćđur ţví miklu um útkomuna, ekki bara í dagbókarteikningunum, heldur einnig í öđrum vinnuađferđum Halldórs, til ađ mynda reykteikningum, ljós- og vatnsverkum, og loks í hraunbrćđslunni sem Halldór tók ađ gera tilraunir međ í lok síđustu aldar.

Allt frá ţví ađ Halldór lagđi upp í fyrstu heimsreisuna, rúmlega tvítugur ađ aldri, hefur listsköpun hans ţví einkennst af sífelldri endurvinnslu úr hughrifum, sem hann skráđi í dagbćkur á löngum ferđalögum til Miđ-Austurlanda, Mexíkó, Japans og Kína. Verk hans verđa ţó sjaldnast til međan á ferđalaginu stendur, heldur er ţađ ferđin sem verđur óţrjótandi uppspretta í endurliti til liđins tíma. Fánar eru sameiginleg menningarfyrirbćri en um leiđ sértćk tákn. Hugmyndin ađ fánaverkunum, sem Halldór sýndi fyrst í gjörningi á Úlfarsfelli áriđ 1983, fćddist út frá reynslu hans í Nepal ţegar hann, rammvilltur upp í fjöllunum, fann loksins stíg sem leiddi hann upp á hćđ ţar sem búddaflögg blöktu. Fánaverkin eru tímalausar, fćranlegar innsetningar sem sýna hvernig sköpunarflćđiđ nćrist á reynslunni og hvernig myndmál og gjörningar Halldórs spanna allan ferilinn, frá fyrstu teikningum í fyrstu minnisbókinni sem sífellt er hćgt ađ endurvinna.

Listformin og efnin sem Halldór hefur valiđ til ađ koma listsköpun sinni og myndmáli á framfćri eru ţannig sprottin beint út frá reynslu hans og minningum.

Sú ađferđ hans ađ nota endurtekninguna til listsköpunar minnir á hringrás náttúrunnar og tímann sem líđur, ferđina sem var farin, ţađ sem gerđist ? ţótt stađir og atburđirnir sjálfir birtist ekki áhorfandanum öđruvísi en litur, tákn eđa minning um ljós.

Fram til ţessa hefur úrvinnsla minninganna veriđ hendingum háđ, en hér á sýningunni, í Listasafninu á Akureyri, hefst nýtt ferđalag, sem ađ ţessu sinni tengist fjölskyldusögu og uppruna listamannsins, tengslum hans viđ eldri verk og gjörninga, og úrvinnslu fortíđarinnar í sambandi viđ vitundarheima sjálfsins. Ţótt verk Halldórs séu sprottin af reynslu hans frá ólíkum menningarsvćđum, ţá standa ţau á vissan hátt utan tímans, ţví ţau eru óralangt frá mannfrćđirannsóknum myndlistarmanna, heimildaskráningu eđa venslalist síđustu áratuga.

Hér á sýningunni birtast annars vegar verk sem byggja á menningarlegri reynslu og hins vegar ţau sem fćđast út frá sambandi listamannsins viđ náttúruna. Umbreyting náttúrunnar í menningu var eitt helsta viđfangsefni umhverfislistamanna á seinni hluta 20. aldar og ţess vegna mćtti skođa marga gjörninga Halldórs úti í náttúrunni í ţví samhengi. Náttúrufyrirbćrin ljós, hraun og vatn hafa á síđastliđnum áratugum orđiđ mikilvćgir ţćttir í listsköpun Halldórs. Ţar tekur hann ţó sína eigin stefnu, ţví í hraunbrćđslunni sćkir hann í umbreytingarhugmyndir gullgerđarlistarinnar og leitina ađ skáldskapnum í efninu, en kannski fyrst og fremst í hugmyndir Búddismans sem líkir tilvist mannsins viđ logandi bál.

Ćsa Sigurjónsdóttir.