ANAMNESIS / SILENCE

 

 


 

ANAMNESIS / SILENCE

Stefán Boulter / Janne Laine

ANAMNESIS

eftir Stefán Jóhann Boulter

Mađur talar ekki um málverk, mađur horfir á ţau.
Pierre-Auguste Renior

Anamnesis er sú hugmynd hjá Platon ađ viđ búum yfir ţekkingu frá fyrri lífum og ađ allur lćrdómur byggist á ţví ađ enduruppgötva ţessa ţekkingu innra međ okkur, jafnvel strax og viđ fćđumst aftur inn í ţennan heim. Ţekkingin var sem sagt ţegar til stađar áđur en viđ fćddumst og mögulegt ađ nálgast hana á ný, stundum međ ađstođ frá kennara, sem er ţá meira í ćtt viđ ljósmóđur en uppfrćđara. Engin svör fást nema ţú finnir ţau sjálfur og samţykki menn ţennan skilning eru ţeir jafnframt ađ viđurkenna tilvist endurfćđingarinnar.

Í mínum huga er ţađ eins og ađ sakna einhvers sem mađur hefur aldrei orđiđ fyrir. Hvernig ţađ er hćgt, ađ upplifa ađ eitthvađ vanti í tilveruna en á sama tíma ađ hafa sterka sannfćringu og vissu fyrir ţví ađ ţetta ,,eitthvađ? sé ţegar til stađar? Skyldi ţađ tilheyra einhverju alheimsminni? Saga listarinnar er ekki línulaga ţróun eins og endurreisnin sýndi mjög afdráttarlaust. Á Íslandi ţekkjum viđ vel hćtturnar sem fylgja ţví ađ vera blindađur af tíđarandanum, ţađ á viđ í listum sem og öđru. Ţessi endurvakning gleymdra tjáningaforma er mitt anamnesis.

Listin og listamađurinn eru ekki ađskildir hlutir. Listin grundvallast á lífssýn og hlutverk listamannsins hlýtur ađ vera ađ koma ţeirri persónulegu sýn á framfćri. Áhorfandinn skynjar ţađ sammannlega, eins og Aristoteles benti á, ţađ sem hann ţekkir í sjálfum sér, ţegar hann upplifir list sem hreyfir viđ honum. Um ţessar mundir er oft sagt ađ hlutverk listarinnar sé ađ fá áhorfandann til ađ sjá eitthvađ í nýju ljósi eđa ađ listin sé spegill samfélagsins. Ţetta er í rauninni mantra sem virkar orđiđ eins lögmál eđa sannleikur. Listin gegnir margţćttu hlutverki og ţađ er hvorki hćgt né ćskilegt ađ skilgreina hana međ svo ţröngsýnum hćtti. Ég hef aldrei skiliđ ţá tilhneigingu ađ gera einfalda hluti flókna ţví ţađ auđskiljanlega er ekki heimskulegt, heldur ţvert á móti djúpt og vitrćnt. Fólk á ađ geta notiđ listaverka milliliđalaust án túlks. Auđvitađ getur ţađ haft áhrif ađ vita í hvađa tilgangi verk var unniđ en ţađ ţarf líka ađ geta stađiđ sjálfstćtt á allra útskýringa.

Mýturnar eru margar og skađlegar; um ţjáđa listamanninn, um peninga og list, um misskilda snillinginn? listinn er langur. En sem betur fer hafa augu margra opnast fyrir ţví sem eitt sinn var á allra vitorđi.


Á bólakafi                                                     

Finnski listamađurinn Janne Laine (f. 1970) fćst viđ náttúruna og nálgast hana međ hefđbundnum og nútímalegum hćtti í senn. Hann umbreytir ljósmyndum sínum af landslagi međ sérstakri tćkni sem á rćtur ađ rekja til árdaga ljósmyndarinnar snemma á 19. öld og byggist á ćtingu.

Laine tengir verk sín hvorki viđ sérstaka stađi né einstök augnablik. Í lokaútgáfu verkanna hefur hann dregiđ úr sérkennum hvers stađar enda er ekki ađ finna í ţeim neina örvćntingarfulla viđleitni til ađ fanga eitthvađ ákveđiđ. Laine leitar ađ hinu fullkomna landslagi sem ekki er til. Verk hans byggja á ţessari leit og ţví hvernig hann framreiđir ţetta ímyndađa landslag sem hefur ađ geyma hiđ algilda. Áhorfandanum er bođiđ á stađi sem hann ţekkir kannski ekki en kannast samt viđ á einhvern órćđan hátt.

Landslagiđ er notađ sem viss frásagnarađferđ. Í myndaröđum sínum umbreytir hann dramatískri framrás í hljóđláta stillu, frystir augnablikiđ og fćr áhorfandann til ađ gleyma flćđinu; fossar standa kyrrir, skýin leysast upp og ísinn hćttir ađ bráđna. Gegnum smávćgilegar breytingar virđast myndrađir hans líđa fram hćgt og sígandi. Lífiđ er táknađ međ vatni sem birtist okkur í öllum sínum formum; ís, vökvi og gufa. Stundum sýnir Laine viđfangsefniđ í svo mikilli nálćgđ ađ ţađ verđur óţekkjanlegt, en ţetta er hans leiđ til ađ gefa verkunum táknrćna merkingu. Međ ţessum hćtti mynda dreggjarnar af upphaflega efniviđnum útgangspunktinn ađ ţví takmarki sem aldrei verđur náđ.

Hćtt er viđ ađ merkingarfrćđilegt innihald myndanna glatist í vinnsluferlinu vegna ţess ađ öll séreinkenni stađhátta eru gerđ mjög ógreinileg. Laine tekst ţó ađ sneiđa hjá ţessu vandmáli. Landslagiđ snýst ekki ađeins um hiđ sjónrćna heldur um táknmerkingu lífsins. Inntak verkanna skapast viđ tjáningu hans á ţessu afstćđa plani, ímynduđu landslagi sem er óháđ allri hugmyndafrćđi og opinberar okkur fćđingu lífsins á einhvers konar myndrćnu frummáli.

Laine er virkur ţátttakandi í umrćđunni um umhverfismál. Samhliđa loftslagsbreytingum hafa stađirnir sem hann styđst viđ í verkum sínum á marga lund ummyndast. Breytingarnar á landslaginu ? og ţá sérstaklega bráđnun jökla á norđurslóđum ? eru honum áhyggjuefni, enda skín ţađ í gegnum nálgun hans á viđfangsefninu. Endalokin, fremur en upptökin, verđa ć augljósari í verkum hans; viđ blasir sannkölluđ  dómsdagssýn. Viđkvćm fegurđ myndanna felur ţannig í sér lágstemmda áminningu um ţađ sem viđ erum óđum ađ glata. En í stađ ţess ađ prédika lćtur Laine áhorfandanum eftir nćsta leik og bíđur átekta.

Veikko Halmetoja

listgagnrýnandi