Réttarkaffi - Réttardagur - Slátrun

Réttarkaffi, þar sem sett er upp einskonar kaffihús með öllu tilheyrandi en allt smíðað og unnið úr margvíslegum efnum.  Þar taka þátt í verkinu auk Aðalheiðar,  Jón Einar Björnsson og Níels Hafstein. Á opnun verður Guðmundur Oddur Magnússon með gjörning.

Réttardagur sem er kindarétt með manni og mús; rúmlega 100 kindur, bændur, börn og bæjarfólk að horfa á.  Þá sýningu vinnur Aðalheiður í samvinnu við Arnar Ómarsson.  Á opnunarkvöldinu mun kór Myndlistaskólans á Akureyri flytja gjörning, Þórarinn Hjartarson og fl. munu syngja í réttinni og Aðalsteinn Þórsson verður með gjörning.

Slátrun er sýning unnin í samvinnu við Þórarinn Blöndal. Þar verður kindasláturvélafæriband sem gerir útaf við timburkindur.