Urta Islandica - Skapandi greinar

Sýning Urta Islandica, Skapandi greinar í átt ađ heilbrigđara efnahagskerfi, sem samanstendur af myndlist, gjörningum, vöruhönnun, matvćlaiđnađi og verslun. Tilgangurinn er ađ skođa samlegđaráhrif ţessara ólíku sviđa og ţá orku sem losnar úr lćđingi ţegar skapandi greinar á borđ viđ myndlist komast í tćri viđ fjármagn sem tengist viđskiptalífinu og öfugt.

Spjótum er beint ađ ríkjandi stigveldishugsun innan listgreina og ţví viđhorfi ađ listirnar séu í eđli sínu hreinar, frjálsar og óháđar markađnum. Á sama tíma verđur ţeirri hugmynd andmćlt ađ listirnar séu byrđi á samfélaginu, listamenn afćtur og ađ leggja eigi niđur opinbera styrki á ţessu sviđi. Viđburđurinn er hugsađur sem samrćđugrundvöllur og vettvangur fyrir nýja hugmyndafrćđi ţar sem siđfrćđi, samfélagsábyrgđ og sjálfbćrni gegna lykilhlutverki.

Sýningin stendur til 21. september og er opin alla daga nema mánudaga kl. 10-17 en kl. 12-17 frá og međ 2. september. Sýningarstjóri er Ţóra Ţórisdóttir myndlistar- og athafnakona.