Í skugga táknstafanna

 

Í SKUGGA TÁKNSTAFANNA

Ketilhús 6. apríl ? 12. maí

Soffía Árnadóttir

 

Samhliđa tćknivćđingu nítjándu og tuttugustu aldar vaknađi hjá mörgum áhugi á ţeirri menningu, tćkni og list sem á undan hafđi fariđ. Um leiđ og allt virtist stefna til meiri einsleitni á Vesturlöndum var margt úr eldri hefđum endurvakiđ, einkum í listiđnađi, skreytilist og í leturlist og skrift. Hreyfingar á borđ viđ Arts and Crafts-hópinn í Bretlandi sóttu gjarnan í fyrirmyndir frá miđöldum og reyndu ađ tileinka sér bćđi handverk og ađ nokkru leyti ţann stíl sem ráđiđ hafđi fyrir tugum kynslóđa ţegar ţjóđir Norđur-Evrópu voru ađ ţróa hver sína sérstöku menningu eftir upplausn Rómaveldis. Fólk skođađi gömul klćđi og lćrđi ađ vefa međ gömlu ađferđunum, ţađ skođađi gamla smíđisgripi og tréskurđarskraut og tileinkađi sér handbragđ gömlu meistaranna, og ţegar kom ađ skrift og letri var horft til handrita sem geymdu sögu og bókmenntir hinna horfnu forfeđra. Listin ađ skrifa eins og munkarnir gerđu í norđur-evrópskum klaustrum á miđöldum var ţá löngu gleymd og ţađ voru nítjándu aldar menn á borđ viđ Edward Johnston sem gerđu tilraunir međ fjađurpenna ţangađ til ţeir skildu loks hvernig ţessir gömlu skrifarar höfđu mótađ stafi sína og hvernig stafformin höfđu ţróast í notkun ţeirra.

Ţessi enduruppgötvun snerist ekki bara um ađ endurvekja hina gömlu leturlist heldur opnađi hún nýja möguleika til frjálsrar sköpunar, ýmist á grundvelli gömlu formanna eđa međ ţví ađ brjóta ţau upp og hugsa upp á nýtt. Ţessi endurreisn leturlistarinnar var mikilvćgur ţáttur í mörgum ţeirra listhreyfinga sem blómstruđu kringum aldamótin 1900 og hefur lifađ sem sjálfstćtt sviđ listsköpunar ć síđan. Í leturgerđ fyrir prent hélst ţessi skriftarvakning í hendur viđ rannsóknir á leturgerđunum sem fyrstu kynslóđir prentara ţróuđu á fimmtándu og sextándu öld, menn á borđ viđ Aldus Manutius, Nicolas Jenson og Claude Garamond. Fyrir vikiđ var tuttugasta öldin mikiđ blómaskeiđ í ţróun leturs ţar sem héldust í hendur, líkt og hjá skrifurunum, endurgerđ eldri leturgerđa og óheft nýsköpun.

Á síđustu fimmtíu árum höfum viđ Íslendingar átt nokkra listamenn og hönnuđi sem hafa lagt sig sérstaklega eftir ţví ađ vinna međ skrift og letur. Frumkvöđlar á ţessu sviđi voru ţeir Gunnlaugur S.E. Briem og Torfi Jónsson sem báđir hafa sýnt og kennt list sína víđa um heim ţótt ţeir hafi líklega veriđ minna ţekktir hér heima fyrir. Á tíunda áratugnum fór síđan Soffía Árnadóttir ađ sýna verk sem byggja á handskrift.

Rannsóknir Soffíu hafa einkum beinst ađ svokallađri uncial- eđa versalskrift, stafformum sem komu fram í handritum í Evrópu á síđustu öldum Rómaveldis og byggđi á stafformum sem Rómverjar höfđu notađ. Versalskrift er öll skrifuđ međ hástöfum og ţróađist á ýmsa vegu međal hinna ólíku ţjóđa álfunnar, frá Býsans í austri til Írlands í vestri. Einmitt á Írlandi lifđi ţessi stafagerđ lengst en ţótt ný lágstafaskrift hafi komiđ fram međ endurreisn mennta og frćđa á tímum Karlamagnúsar, um áriđ 800, lifđu versalformin áfram í upphafsstöfum handritanna og gćtti áhrifa ţeirra langt fram eftir öldum.

Nú mćtti halda ađ ţađ sé lítt skapandi ađ endurvekja fimmtán hundruđ ára gömul stafform en eins og verk Soffíu sanna er ţađ öđru nćr. Á grundvelli hins gamla getur sprottiđ fram ný sköpun og hin frjálsa handskrift gerir skrifaranum kleift ađ veita persónuleika sínum og fegurđarskyni inn í letriđ og útfćrslu ţessi. Soffía vinnur verk sín á pappír en byrjađi líka snemma ađ vinna úr ţeim í ýmislegt annađ efni, međal annars leir, íslenskt grágrýti og jafnvel stuđlaberg. Međ ađstođ nútímatćkni hefur Soffía líka unniđ verk ţar sem letriđ er skoriđ út í málm svo úr verđur eins konar lágmynd ţar sem textinn teiknast fram frá bakgrunninum.

Á síđustu árum hefur orđiđ mikil vakning í áhuga ungra hönnuđa á möguleikum skriftar og leturgerđar svo segja má ađ nokkurs konar endurreisn sé hafin á ţessu sviđi ţar sem saman fer áhugi á sögu letursins og nýsköpun međ ađstođ nýjustu tölvutćkni. Ţessi nýsköpun er ekki síst til komin vegna ţeirra hönnuđa og skrifara sem á síđustu áratugum helguđu sig letri og skrift og enduvöktu ţannig á Íslandi ţessa fornu listgrein.

Jón Proppé

 

 

Sjónpípa

 

Nćsta | Sýningar 2013 | Fyrri