Arkitektúr og Akureyri

Arkitektúr og Akureyri
Listasafniđ á Akureyri, Ketilhús, 21. maí - 28. ágúst

Eins og titillinn gefur til kynna er viđfangsefni sýningarinnar Arkitektúr og Akureyri byggingarlist á Akureyri. Í amstri dagsins vill oft gleymast ađ hlutir og byggingar ţess manngerđa umhverfis sem viđ lifum og hrćrumst í voru upphaflega hugmynd sem kviknađi í huga einhverrar manneskju. Sköpunarverk sem birtast okkur fullmótuđ byrjuđu öll sem lítil hugmynd.

Valdar voru byggingar eftir núlifandi arkitekta sem ýmist hafa unniđ í samkeppnum eđa hlotiđ sérstakar viđurkenningar. Gestir fá tćkifćri til ađ kynna sér hugmyndirnar og innblásturinn sem liggja ađ baki byggingunum sem allar eru ađgengilegar almenningi.

Söguleg nálgun er annar vinkill sýningarinnar og unnin međ sérlegri ađstođ Minjasafnsins á Akureyri og Skipulagsdeildar Akureyrar. Ţar má međal annars sjá ljósmyndir af byggingum á Akureyri sem nú eru horfnar auk ađalskipulags í sögulegu samhengi.

Gestum Arkitektúr og Akureyri gefst kostur á ţátttöku í sýningunni međ ţví ađ taka mynd af byggingu sem ţeir vilja sýna. Myndirnar ţarf ađ senda á netfangiđ listak@listak.is međ efnistitlinum (subject) Arkitektur og upplýsingum um stađsetningu, götuheiti og númer ásamt nafni viđkomandi ljósmyndara. Myndirnar sem berast verđa prentađar og hengdar upp međ tilvísun í stađsetningu. Ţannig verđur einn ţáttur sýningarinnar breytilegur međ ţátttöku gesta eftir ţví sem sýningartíminn líđur.

Sýningarstjórar: Helga Björg Jónasardóttir og Haraldur Ingi Haraldsson.

Sérstakar ţakkir: Minjasafniđ á Akureyri.