Sköpun bernskunnar 2019



Sköpun bernskunnar 2019
Salir 09-10
23. febrúar - 21. apríl 

Þetta er sjötta sýningin undir heitinu Sköpun bernskunnar. Hún er sett upp til þess að örva skapandi starf og hugsun skólabarna á aldrinum fimm til sextán ára.

Þátttakendur hverju sinni eru börn og starfandi listamenn sem gera verk sem fellur að þema sýningarinnar, sem að þessu sinni er heimurinn og geimurinn í víðum skilningi.

Sú nýbreytni verður tekin upp í ár að leikskólabörnin koma í safnið og vinna verkið þar, undir leiðsögn sýningarstjórans.

Þátttakendur: Kristinn E. Hrafnsson, Rósa Kristín Júlíusdóttir, Hlíðarskóli og 25 fimm ára börn frá Leikskólanum Kiðagili. 

Sýningarstjóri : Guðrún Pálína Guðmundsdóttir.