Arna Valsdóttir

Arna Valsdóttir
Staðreynd 6 – Samlag
Vídeó-innsetning úr seríunni Staðreynd
Salir 10-11
05.12.20 – 07.02.21

„Verkið vann ég sérstaklega fyrir sýninguna Staðreynd – Local Fact 2014. Það er einfaldlega staðreynd að 13 ára var ég sumarstarfsmaður í ostagerð Mjólkursamlags KEA, sem nú hýsir Listasafnið á Akureyri. Síðar vann ég í nýja samlaginu, þegar starfsemin flutti, fyrst við að einangra mjólkurrör í kjallaranum og síðar í ostagerðinni. Í hvert sinn sem ég geng um Listasafnið finnst mér ég finna örlitla mysulykt í loftinu og þekki hljóðið í flísunum.

Í verkinu tengi ég gamla samlagið við það nýja og flyt þau bæði inn í Listasafnið. Ég myndaði ferðalag mitt frá einum stað til annars og dró gamla tímann á eftir mér inn í þann nýja. Sem unglingi fannst mér gott að semja litlar laglínur í huganum við taktinn í vinnuvélunum og þær raula ég á ferðum mínum í verkinu.“