Útilistaverk



List er ekki einungis að finna innan veggja listasafna og sýningarsala. Hana er líka að finna á förnum vegi og oft er hún mikilvægur hluti af því sem fyrir augu ber dag hvern án þess að við gerum okkur endilega grein fyrir því. Dæmi um þetta eru útilistaverk, lágmyndir, brjóstmyndir, veggmyndir, skreytilist og ýmis konar minnisvarðar.

Á Akureyri er fjöldi alls kyns útilistaverka sem vert er að staldra við og skoða. Vítt og breitt um bæinn má finna verk eftir listafólk á borð við Ásmund Sveinsson, Einar Jónsson, Elísabetu Sigríði Geirmundsdóttur (Betu), Jóhann Ingimarsson (Nóa), Kristinn E. Hrafnsson, Nínu Sæmundsdóttur, Ragnar Kjartansson, Ríkarð Jónsson og Steinunni Þórarinsdóttur. 

HÉR má sjá bækling um útilistaverk á Akureyri.