Lettnesk samtímalist frá Lettneska þjóðlistasafninu
Talaðu við mig! / Runā ar mani! / Talk to Me!
Salir 01 - 05
1. júní - 22. september 2019

Þann 23. ágúst 1989 mótmæltu Lettar og nágrannaþjóðir þeirra yfirstjórn Sovétríkjanna með því að taka höndum saman og mynda keðju fólks á milli baltnesku höfuðborganna þriggja: Vilnius, Riga og Tallinn. Þessi þögla og táknræna samstaða fékk nafnið Frelsiskeðjan. Tveimur árum síðar varð Ísland fyrsta landið í heiminum til að viðurkenna fullveldi Lettlands.

Á sýningunni Talaðu við mig! / Runā ar mani! / Talk to Me! er því haldið fram að frelsi grundvallist á tengslum. Hér kryfja lettneskir listamenn sjálfsmynd sína í leit að lífvænlegri framtíð. Jafnframt er gefið í skyn að samtímalistasafn geti verið vettvangur samræðna þar sem tekist er á um nánd og pólitískt minni til þess að leysa ráðgátur framtíðarinnar.

Þátttakendur: Andris Breže, Arturs Bērziņš, Dace Džeriņa, Ģirts Muižnieks, Ieva Epnere, Inga Meldere, Katrīna Neiburga, Kaspars Podnieks, Krišs Salmanis, Kristaps Epners, Kristaps Ģelzis, Leonards Laganovskis, Maija Kurševa, Mārtiņš Ratniks, Raitis Šmits, Rasa Šmite, Vija Celmiņš, Vilnis Zābers og Zenta Dzividzinska.

Sýningarstjórar: Astrida Rougle og Æsa Sigurjónsdóttir.

Sýningin er hluti af fullveldisdagskrá Lettlands.