Ásmundur Ásmundsson

Ásmundur Ásmundsson
Myrkvi
02.06.2023 – 13.08.2023
Salir 02 03 05

Hin alltumlykjandi goðsaga liggur eins og mara yfir samtímanum og umvefur núið og hið liðna. Hún mótar hugsanir og vekur þrár og þýðir allt sem býr í hlutunum, myndunum og tungumálinu í kringum okkur yfir á merkingarbært form. Yfirvöld og stórfyrirtæki nota myndmál til að viðhalda valdastrúktúrum og búa í haginn fyrir framtíðina. Háþróaður afþreyingar- og  auglýsingaiðnaðurinn framleiðir myndir til að koma skilaboðum á framfæri og móta einstaklinginn á ísmeygilegan hátt.

Í verkum sínum tileinkar Ásmundur Ásmundsson sér myndmál samtímans og umbreytir því til að skapa sinn persónulega myndheim, sína eigin goðsögu. Á sama tíma varpar hann ljósi á það sem liggur á bak við stýrandi afl myndmálsins og afhjúpar hugmyndafræði og valdastrúktúra sem liggja til grundvallar okkar samfélagsgerð.

Ásmundur Ásmundsson (f. 1971) vinnur með ýmsa miðla í sinni listsköpun og hefur haldið fjölda sýninga á þrjátíu ára ferli. Hann hefur jafnframt skrifað margar af greinum fyrir tímarit og blöð, haldið fyrirlestra og framið gjörninga.