Arsborealis

1. september til 18. nóvember

Ţann 29. ágúst kl. 15. mun sýningin Arsborealis ? Mannlíf og menning Norđurslóđa opna í Sjónlistamiđstöđinni ? Ketilhúsi og er sýningin liđur í hátíđahöldum vegna 150 ára afmćlis Akureyrarbćjar. Á sýningunni eru munir og efni frá Grćnlandi, Íslandi, Fćreyjum, Noregi og Norđvesturhéruđum Kanada.

Megintilgangur Arsborealis sýningarinnar er ađ kynna sögu, menningu og list ţess fólks sem býr á Norđurslóđum og mannlíf sem lengst af var einangrađ og í stöđugri baráttu viđ óblíđ náttúruöfl. Sýndir verđa ţjóđbúningar landanna, handverk sem byggir á ţjóđlegri hefđ og kvikmyndir frá síđustu öld sem sýna vel ţćr ótrúlegu breytingar sem orđiđ hafa á ţjóđum Norđurslóđa en flestar hafa ţćr breyst úr veiđimannasamfélögum í nútíma, tćknivćdd samfélög. Sérstök áhersla verđur lögđ á ađ kynna sýninguna fyrir börnum og unglingum ţví til ađ varđveita menningu Norđurslóđa er mikilvćgt ađ kynna hana fyrir ćskunni sem ţar býr.

Frá Grćnlandi kemur kajaksmiđurinn Johnson Maligiaq Padilla en hann lćrđi veiđar og kajaksmíđar af afa sínum og er einn fárra sem enn kunna ađ smíđa kajaka međ fornri ađferđ Inúíta. Maligiaq mun smíđa kajak á fyrstu tveimur vikum sýningarinnar, útskýra hvernig ţeir eru byggđir og bera saman hinar ýmsu gerđir kajaka á Norđurslóđum en um ţađ efni er hann sérfróđur. Einnig verđa sýndir grćnlenskir skutlar, felubúnađur sem notađur var viđ veiđar úti á ísnum, útskurđur úr sápusteini, horni og beini og klćđi frá Uummannaq múmíunum sem eru frá 15. öld en fundust áriđ 1972.

Íslendingar leggja m.a. til fatnađ úr ull sem gerđur er međ sömu ađferđum og notađar voru fyrir 300 árum. Ţetta er klćđnađur konu og barns sem er eins og hann tíđkađist hjá efnameira fólki á 18. öld. Ţá verđa einnig sýnd leikföng úr dýrabeinum og skeljum eins og ţau tíđkuđust fyrr á öldum og jólatré úr viđi en jólatré ţeirrar gerđar voru smíđuđ víđsvegar um Norđurslóđir og ţau síđan skreytt međ lyngi og mosa.

Framlag Fćreyja tengist grindadrápi en fyrir ţví er löng hefđ í eyjunum og fastar reglur um hvernig á ađ fara međ ţessi hlunningi byggđanna og skiptingu kjötsins. Öll löndin leggja til ţjóđbúninga, flíkur og muni sem eru úr hráefnum sem eru einkennandi fyrir landsvćđin og byggja á ţjóđlegri hefđ. Ţá verđa sýndar ljósmyndir Ragnars Axelssonar sem teknar eru á Norđurslóđum og ferđaţjónusta á Norđurslóđum verđur kynnt á sýningunni.

Björn G. Björnsson hannađi sýninguna, Ađalsteinn Ingólfsson var listrćnn ráđunautur, Jakob Snćvar Ólafsson samdi alla texta sýningarinnar en verkefnisstjóri er Reynir Adólfsson. Sjónlistamiđstöđin er opin alla daga vikunnar nema mánudaga og ţriđjudaga frá 13 til 17 og ađgangur er ókeypis í bođi Akureyrarbćjar en sýningunni lýkur 7. nóvember. Sýningin Arsborealis ? Mannlíf og menning Norđurslóđa nýtur stuđnings frá Norrćna menningarsjóđnum og NATA, ferđamálasamstarfi Íslands, Fćreyja og Grćnlands.

 

Sjónpípan