Mundi Vondi

15. mars ? 22. apríl 2012

Fimmtudaginn 15. mars 2012 kl. 22 opnađi Sjónlistamiđstöđin sýninguna Mundi Vondi: A Retrospective í Ketilhúsinu á Akureyri. Ţar gefst gestum kostur á ađ kynna sér úrval verka sem endurspeglar margţćttan starfsferil listamannsins Guđmundar Hallgrímssonar. Til sýnis verđa m.a. upptökur af gjörningum, stuttmyndir, málverk, teikningar og fatnađur en ađ auki verđur teiknimyndasagan Mótsagnarlögmáliđafhjúpuđ í fyrsta sinn, en hún var unnin sérstaklega fyrir ţessa sýningu og er samstarfsverkefni Munda Vonda og Magnúsar Björns Ólafssonar. ÍMótsagnarlögmálinu, sem skrifađ er á dulmáli, ríđa höfundarnir heimspekinni ađ ţolmörkum venjuleikans međ ţví ađ hvolfa hinu viđtekna ofan í endurtúlkun ýmissa kunnra minna úr íslenskri ţjóđtrú.

Í sköpun sinni og eyđileggingu tekst Mundi Vondi á viđ makt flökurleikans sem herjar á alla sem trúa ţví ađ nútíminn sé bćđi nýr og gamall í senn og ađ enginn stígi tvisvar í sömu ána; á međan tíminn líđur um háspennukefli framfaranna og mannveran keppist viđ ađ skreyta sig sérsaumuđum martröđum sem hún dýrkar svo og fyrirlítur á sama tíma, tekur ljótur listamađurinn upp blýant og teiknar eitthvađ sem honum finnst fallegt og skemmtilegt: Ţađ er bara einn dropi í hafinu. A er hvorki A né A. Útilokum ekkert. Sköpum af skemmdarfýsn. Höfum gaman.