Elísabet Geirmundsdóttir - Listakonan í FjörunniElísabet Geirmundsdóttir (1915-1959)
Listakonan í Fjörunni
Listasafniđ á Akureyri, 10. janúar - 8. mars

Elísabet Geirmundsdóttir var fjölhćf alţýđulistakona sem ef til vill er ţekktust fyrir höggmyndir sínar ţó hún gerđi einnig málverk, teikningar, myndskreytti bćkur, hannađi hús og merki og samdi ljóđ og lög. Ţađ er afar viđeigandi ađ á 100 ára afmćli kosningaréttar kvenna á Íslandi skuli vera sett upp yfirlitssýning á verkum Elísabetar Geirmundsdóttur í Listasafninu á Akureyri, á 100 ára ártíđ hennar. Sýningin er unnin í samvinnu viđ Minjasafniđ á Akureyri og fjölskyldu Elísabetar. Í tengslum viđ sýninguna verđur öllum leikskólabörnum á Akureyri bođiđ í sérstaka heimsókn á Listasafniđ til ađ sjá sýninguna og vinna myndverk út frá henni sem tengjast fjörunni. Efnt verđur til smiđju fyrir börn og fullorđna viđ gerđ snjóskúlptúra og tekin upp samvinna viđ Tónlistarskólann á Akureyri um flutning á ljóđum og lögum Elísabetar.Beta Geirs var hún kölluđ og hún var mamma Iđunnar skólasystur minnar. Ég kynntist henni ekki mikiđ en man hana vel, svo sviphreina og hljóđláta međ fjarrćnt blik í augum. Ég mćtti henni oft á ćskuárum mínum í Innbćnum og hún brosti svo fallega.

Elísabet Sigríđur Geirmundsdóttir fćddist í Geirshúsi í Fjörunni á Akureyri ţann 16. febrúar áriđ 1915. Fjölskyldan í Geirshúsi var listhneigđ og vel var hlúđ ađ fjölţćttum hćfileikum Elísabetar í ćsku ţótt ekki hafi
veriđ efni til ađ senda hana í listnám. Hún giftist ćskuvini sínum og leikfélaga Ágústi Ásgrímssyni og eignuđust ţau
ţrjú börn: Iđunni, Ásgrím og Geir. Ungu hjónin byggđu sér heimili í Fjörunni međ eigin höndum og ţar varđ hennar starfsvettvangur uns hún lést ţann 9. apríl áriđ 1959, ađeins fjörutíu og fjögurra ára gömul. Ágúst og Elísabet voru samhent og Ágúst studdi og ađstođađi konu sína eftir föngum og móđir hans reyndist tengdadóttur sinni einnig betri en enginn. Ţađ var ekki sjálfgefiđ ađ konur ćttu stuđning fjölskyldu og maka í samskiptum sínum viđ listagyđjuna um miđja síđustu öld. Ađ ţví leyti var Elísabet lánssöm. Um samfylgd ţeirra Ágústar orti Elísabet falleg ljóđ, međal annars Ljós og skugga.

Ţegar ég hugsa til Betu Geirs finnst mér eins og hún hafi lifađ í einskonar „nóttlausri voraldar veröld“ eins og ţeirri sem Stephan
 G. Stephansson orti um í ţekktu kvćđi og ađ hún hafi ekki gert neitt annađ á sinni stuttu ćvi en ađ sinna listagyđjunni og skapa fágćt listaverk. Svo var ţó aldeilis ekki. Barnauppeldi og mannmargt heimili ţar sem hlúđ var ađ öldruđum vandamönnum krafđist bćđi tíma og orku. Í lífi listamanna, ekki síst kvenna og mćđra, er aldrei nćgur tími til listsköpunar eins og kemur svo vel fram í nafnlausu ljóđi listakonunnar sem hefst á hendingunum: „Ţađ drukknar svo margt í daglegri önn / sem dreymir minn huga ađa vinna.“ Ţađ er sárt hlutskipti ađ ţurfa ađ sjá á eftir langflestum hugmyndum sínum „sökkva í hyldýpishaf“ og „ţó einstaka fái í efninu líf / ţćr eru svo sorglega fáar.“

Engu ađ síđur tókst Elísabetu ađ skapa mörg listaverk sem bera hćfileikum hennar fagurt vitni. Óvenjurík sköpunarţrá birtist međal annars í ţeim fjölbreytta efniviđi sem hún nýtti í listsköpun sinni, allt eftir efnum og ađstćđum. Hún teiknađi og málađi, myndskreytti bćkur og mótađi myndir, stórar og smáar, í leir, gifs, tré, steinsteypu og jafnvel í snjóinn. Tungumáliđ og tónlistin urđu einnig tćki til listsköpunar ţví hún orti ljóđ og samdi lög, bćđi viđ eigin ljóđ og annarra. Rómantísk náttúrusýn einkennir verk hennar og hún sótti hugmyndir í heim ţjóđsagna. Dulúđugar ţjóđsagnaverur, huldukonur og hafgúur, leituđu á huga listakonunnar og ţćr sótti hún međal annars í birkibút, leysti ţćr úr viđjum og gaf ţeim formfagurt líf.

Ţađ haustađi snemma í lífi listakonunnar í Fjörunni sem átti sér vornóttina ađ vinkonu og ţađ er eins og hún hafi skynjađ snemma ađ tíminn vćri henni naumt skammtađur. Í byrjun sjötta áratugarins og nokkru áđur en hún greindist međ banvćnt höfuđmein fćrđist hún öll í aukana í listsköpun sinni. Mörgum hugmyndum varđ ţví bjargađ frá ţví ađ „sökkva í hyldýpishaf.“ Hér gefur ađ líta hluta ţeirra fjölbreyttu listaverka sem Elísabet Geirmundsdóttir, listakonan í Fjörunni, skapađi í sinni frjóu og síkviku draumaveröld.

Jenný Karlsdóttir.