Hreyfing


Joris Rademaker
Hreyfing
Listasafnið á Akureyri, vestursalur, 14. - 19. febrúar 2015

Joris Rademaker lauk námi frá AKI í Enchede í Hollandi 1986 og hefur búið á Íslandi síðan 1991. Meginviðfangsefni Jorisar hefur löngum verið rými, hreyfing og orkuútgeislun. Á síðustu árum hefur áherslan einnig verið á samspil lífrænna efna sem byggingarefni fyrir þrívíð verk. Þrjátíu árum eftir útskrift úr listaakademíu er efnisvalið orðið ansi frjálslegt. Listaverkin kalla fram spurningar í samhengi við tilvist okkar, rými og náttúruna. Að baki hverju einasta verki liggja margvíslegar tilraunir og nákvæmar útfærslur, sem skila sér svo áfram í næstu verkefni. Verkin hafa oftast táknrænt gildi sem tengist mannlegu eðli. Verkin á þessari sýningu fjalla öll um mismunandi hreyfingu.