Lífið er LEIK-fimi



Örn Ingi Gíslason
Lífið er LEIK-fimi
3. nóvember 2018 - 27. janúar 2019

Yfirlitssýningin Lífið er LEIK-fimi lýsir listheimi Arnar Inga (1945-2017) í hnotskurn. Hin sífellda leit og tilraunir með myndmálið einkenna verk hans allt frá upphafi ferilsins 1970. Það á við, hvort sem hann vann málverk, gjörninga, skúlptúra eða innsetningar. Listin var honum farvegur í leit svara við spurningum eins og Hver er ég – í samfélagi við aðra og náttúru? Erum við leikin í lífsins leik? Komum við fram af heilindum? Að baki leiksins býr ávallt alvara.

Hin margvíslegu verk á sýningunni kallast hvert á við annað og í gegnum þau kynnast gestirnir listamanninum. Þeir eru hvattir til samræðna, til að taka afstöðu, gerast virkir þátttakendur í listinni og til að endurmeta. Örn Ingi fór ekki troðnar slóðir, heldur ruddi brautir. Hann var sjálfmenntaður myndlistarmaður og varð áhrifavaldur sem kennari.

Metnaðarfull viðburðadagskrá verður haldin allan sýningartímann og hana má sjá HÉR.

Sýningarstjórar: Halldóra Arnardóttir og Javier Sánchez Merina.