Kata saumakona



Kata saumakona
Einfaldlega einlægt
26.08.2023 – 04.02.2024
Salur 07

Katrín Jósepsdóttir (1914-1994) vann margvísleg störf á lífsleiðinni, en snemma fór hún að sauma og var því oftast kölluð Kata saumakona. Málverk hennar flokkast undir naívisma, sem er einstakur tjáningarmáti og vísar til verka listamanna sem ekki hafa hlotið hefðbundna myndlistarmenntun heldur fylgja eigin tilfinningu og einlægni í sköpun sinni. Stíllinn birtist í sérstakri tækni og óbeislaðri lita- og frásagnargleði, sem brýtur upp ríkjandi reglur og viðmið, en býr jafnframt yfir mikilli fegurð.

Kata saumakona var komin á efri ár þegar hún hóf að gera tilraunir í myndlist. Á sýningunni fá safngestir tækifæri til fræðslu og sköpunar, með því að virða fyrir sér hluta þeirra verka Kötu sem eru í eigu Listasafnsins. Verkin eru einlæg og ástríða hennar hvatning fyrir börn og fullorðna, því allir geta skapað. Útkoman getur komið á óvart.

Verkin á sýningunni eru hluti gjafar sem ættingjar Kötu færðu Listasafninu 1994.

Sýningarstjórar: Guðrún Pálína Guðmundsdóttir og Heiða Björk Vilhjálmsdóttir.