Heimir Björgúlfsson

Heimir Björgúlfsson
Zzyzx
Salir 03-04
06.06.20 – 16.08.20

Zzyzx er sýning sem byggð er á sögu og umhverfi Zzyzx-svæðisins í Mojave-eyðimörkinni í Kaliforníu. Hryggjarstykkið er ný ljós- og klippimyndasería, en einnig eru til sýnis önnur verk sem tengjast viðfangsefninu beint eða óbeint.

Heimir Björgúlfsson er fæddur í Reykjavík 1975. Hann lauk BA-gráðu í myndlist við Gerrit Rietveld Listaháskólann í Amsterdam í Hollandi 2001 og meistaragráðu í myndlist við Sandberg Institute í Amsterdam 2003. Heimir hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum víða um Evrópu og Bandaríkin. Hann var tilnefndur til De Volkskrant Beeldende Kunst Prijs í Hollandi 2006 og einnig til Carnegie-verðlaunanna í Svíþjóð 2011. Heimir hefur undanfarin ár búið og starfað í Los Angeles í Bandaríkjunum.