Lilý Adamsdóttir / Samtvinnađ

Í Deiglunni sýnir Lilý Adamsdóttir verk sem unnin eru út frá íslensku ullinni. Sýningin ber yfirskriftina Samtvinnađ og skođar Lilý hin smćstu ullarhár og ţeirra fíngerđustu hreyfingar. Međ ţeim ferđast hún inn í ţráđinn og veldur fíngerđri bjögun á formi međ rísandi spennu sem hnígur ţegar toppnum er náđ. Međ íslenskan ullarţráđ í hönd veltir hún fyrir sér hugtökum eins og upphafi, endi, efni, afurđ, orsök, afleiđingu, tćkifćri og fegurđ.

Lilý vinnur međ vef endurtekninga í textíl ţar sem skynjun á hreyfingu ţráđarins, ljóđrćn teikning hans og frásögn eru til skođunar. Niđurstađa hugleiđinganna birtist í prjónuđum verkum sem bjóđa áhorfandanum upp á sjónrćnt samtal.

Lilý Adamsdóttir er fćdd áriđ 1985. Hún útskrifađist frá Listaháskóla Íslands áriđ 2011 međ BA gráđu í myndlist. Um ţessar mundir stundar hún diplómanám viđ textíldeild Myndlistaskólans í Reykjavík. Hún hefur tekiđ ţátt í sýningum og verkefnum hér á landi og erlendis. Í verkum sínum notar hún margskonar ađferđir s.s. gjörninga, vídeó, teikningar, textíl og innsetningar.

Sýningin stendur til 15. júní og er opin alla daga nema mánudaga kl. 12-17. Ađgangur er ókeypis.