Haust

Úrval verka eftir norđlenska myndlistarmenn
Haust
Listasafniđ á Akureyri, 29. ágúst - 18. október 2015

Haustsýningar voru lengi fastur liđur í sýningarhaldi bćđi hér á landi og erlendis og lifa víđa góđu lífi enn. Á Haustsýningu Listasafnsins á Akureyri er nú tekin upp sú góđa hefđ ađ sýna hvađ listamenn á svćđinu eru ađ fást viđ.

Sýningin endurspeglar ţá fjölbreyttu flóru myndlistar sem unniđ er ađ á Norđurlandi. Efnistök, hugmyndir og ađferđir eru ólík og hér gefur ađ líta teikningar, málverk, skúlptúra, myndbandsverk, bókverk, ljósmyndaverk og textílverk svo eitthvađ sé nefnt.

Á sýningunni fáum viđ innsýn í ţađ sem 30 myndlistarmenn hafa unniđ ađ síđustu misserin. Sumt kemur vonandi á óvart en annađ kannast einhverjir, sem eru duglegir ađ fara á sýningar, betur viđ. Allir eiga listamennirnir ţađ sameiginlegt ađ tengjast Norđurlandi á einn eđa annan hátt. En er ţađ fleira sem sameinar ţessa listamenn? Eđa er eitthvađ eitt sem hćgt er ađ sjá sem rauđan ţráđ í gegnum öll verkin? Hvađ einkennir norđlenska myndlist? 

Stefnt er ađ ţví ađ Haustsýning Listasafnsins á Akureyri verđi tvíćringur og fróđlegt verđur ađ sjá ţróun í verkum listamanna, bera saman sýningar og velta fyrir sér stefnum og straumum. Á sýningunni eru samankomin yfir 60 verk sem vonandi gefa einhver svör en vekja fyrst og fremst áhugaverđar spurningar.

HÉR má sjá sýningarskrá á PDF formi.