...úr rústum og rusli tímans

Jón Laxdal Halldórsson
…úr rústum og rusli tímans
Listasafniđ á Akureyri, 16. janúar - 13. mars

Jón Laxdal Halldórsson (f. 1950) nam heimspeki viđ Háskóla Íslands og
gaf út sína fyrstu ljóđabók áriđ 1974. Jón var einn ţeirra sem stóđu ađ
blómlegri starfsemi Rauđa hússins á Akureyri og setti ţar upp sína fyrstu
einkasýningu áriđ 1982. Klippimyndir hafa veriđ hans helsta viđfangsefni
allar götur síđan. Verkum Jóns má lýsa sem ljóđrćnni naumhyggju en ţau
spanna í raun mun víđara sviđ. Verk hans hafa veriđ sýnd á fjölmörgum
sýningum víđs vegar um heim og ţau er ađ finna á fjölda safna.

Á sýningunni …úr rústum og rusli tímans má sjá verk frá löngum ferli Jóns
Laxdal Halldórssonar sem myndlistarmanns ásamt nokkrum nýjum verkum
sem gerđ voru sérstaklega fyrir sýninguna.

Sýningarstjóri: Hlynur Hallsson.

Í tilefni af sýningu Jóns Laxdal var gefin út viđtalsbókin … úr rústum og rusli tímans … ţar sem Guđbrandur Siglaugsson rćđir viđ Jón. Texti bókarinnar er ţýddur yfir á ensku, hollensku, grísku og latínu. Um vinnuna segir Guđbrandur: „Ţó svo einfalt virđist er ţađ ekki áhlaupaverk ađ skrifa texta í kver eins og ţađ sem út kemur í tilefni sýningarloka Jóns Laxdal Halldórssonar. Upphaflega var ćtlunin ađ samtal okkar fćri fram í góđu tómi, sem ţađ reyndar gerđi, og úr nćgu vćri ađ mođa og orđin röđuđu sér einfaldlega af sjálfsdáđum. Einatt verđur svo endir annar á en upp međ er lagt. Útkoman er ţessi. Traustlega útfćrt umbrot Ađalsteins Svans Sigfússonar, elja prentara og ţýđenda auk liđlegheita starfsfólks Listasafnsins á Akureyri gerir ţetta kver ađ ţví sem ţađ er.“

HÉR má sjá bókina á rafrćnu formi en hún er til sölu á 1.500 kr. í móttöku Listasafnsins, Ketilhúss.