Arna Valsdóttir: Stađreynd - Local Fact


Á sýningunni má sjá myndbandsverk sem Arna hefur sett upp á síđustu sjö árum ásamt nýju verki sem er sérstaklega gert fyrir ţessa sýningu auk verksins La frá árinu 1988 sem markar ef til vill upphafiđ á rýmistengdum verkum Örnu. Arna lýsir sjálf best ţeirri tilfinningu ţegar sem hún skapar verkin: "Ég hlusta mig inn í rýmiđ og reyni ađ fanga "reynd stađarins" eđa "raun stađarins" í nútíđ, fortíđ og framtíđ"

Arna Valsdóttir nam myndlist viđ MHÍ og Jan van Eyck Academie í Hollandi ţađan sem hún lauk námi 1989. Í Hollandi var Arna ţegar farin ađ gera tilraunir međ nýja miđla tengdum gjörningum, tónlist, ljósmyndun og myndvörpun auk hefđbundnari myndlistar. Á ţessum tíma fór hún einnig ađ flétta eigin söngrödd inn í verk sín. Ţessar ađferđir hafa veriđ gegnumgangandi í sköpunarferli Örnu allt til dagsins í dag og hún hefur unniđ margvísleg verk ţar sem hún nýtir eigin rödd í fjölbreytt rýmisverk og gjörninga, bćđi sem vídeóverk og innsetningar.

Í tilefni sýningarinnar kemur út vönduđ sýningarskrá hönnuđ af Sigríđi Snjólaugu Vernharđsdóttur međ texta á íslensku og ensku eftir Dr. Hlyn Helgason. Ţar segir međal annars um verkiđ Stađreyndir 1-4: "Hlutverk raddarinnar í Stađreyndum 1?4 er sérstakt og áberandi. Ţađ er persónulegt og tengist Örnu sjálfri. Ţađ er hennar rödd sem ómar í sýningarrýminu. Ómurinn er hennar leiđ til ađ skrá rýmiđ og tileinka sér ţađ. Eins og fugl sem helgar sér svćđi međ kvaki sínu gerir Arna rýmiđ ađ sínu međ ţví ađ raula í ţví. Í sýningarsalnum ómar lag sem listakonan velur út frá tengingum viđ liđna viđburđi og upplifun sína af svćđinu."

Sýningin stendur til 12. október og er opin ţriđjudaga til sunnudaga kl. 12-17.

Leiđsögn um sýningarnar í Listasafninu / Ketilhúsinu er alla fimmtudaga kl. 12. Ađgangur er ókeypis.