Freyja Reynisdóttir - Sögur

Freyja Reynisdóttir
Sögur
Listasafnið á Akureyri, Ketilhús,
14. - 26. janúar

Verk Freyju Reynisdóttur (f. 1989) eru unnin í ólíka miðla en fjalla mörg hver um þá þráhyggju mannsins að skilgreina allt og alla, en einnig um þræðina sem við eigum sameiginlega s.s. upplifanir, minni og samskipti. Þessar vangaveltur eru ennþá ofarlega á baugi í sýningunni Sögur þó engin endanleg niðurstaða sé í boði. Erfitt er að sjá fyrir hvað áhorfandinn spinnur út frá frásögn listamannsins, enda er það einstaklingsbundið.

Freyja útskrifaðist úr Myndlistaskólanum á Akureyri 2014 og hefur starfað og sýnt á Íslandi, Danmörku, Spáni, Þýskalandi og í Bandaríkjunum. Hún hefur rekið sýningarýmið Kaktus auk þess að halda árlega listviðburðinn Rót á Akureyri og tónlistarhátíðina Ym.