Rúrí - Jafnvægi - Úr Jafnvægi

 

Rúrí
Jafnvægi - Úr Jafnvægi
Listasafnið á Akureyri, Ketilhús
9. september - 12. nóvember

Rúrí (f. 1951) hefur um árabil safnað skálavogum og vigtum frá ýmsum tímum. Vigtarnar eru margvíslegar að gerð en byggja allar á jafnvægi. Vogir og ýmis önnur mælitæki eins og klukkur, hnattlíkön og landakort eru módel af þeim heimi sem við þekkjum og mynda hluta innsetningarinnar. Hin sterka tilvísun vogarinnar setur spurningarmerki við ójafnvæga afstöðu milli t.d. hagkerfa og vatnsforða jarðar, stríðs og friðar. (Christian Schoen; Fragile Systems, Nordatlantens Brygge, Copenhagen, 2016).

Rúrí hefur starfað að myndlist frá 1974. Verk hennar hafa verið sýnd á fjölmörgum sýningum í Evrópu, Asíu og N-Ameríku og þau má finna í íslenskum og erlendum söfnum auk þess sem útilistaverk eftir hana hafa verið sett upp bæði á Íslandi og erlendis. Rúrí var fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum 2003 þar sem verkið Archive – Endangered Waters vakti heimsathygli.