Sköpun bernskunnar

Samsýning skólabarna og starfandi listamanna
Sköpun bernskunnar
Listasafnið á Akureyri, Ketilhús, 9. maí - 14. júní 2015

Sköpun bernskunnar er sjálfstætt framhald sýningar sem sett var upp fyrir þremur árum í sal Myndlistarfélagsins. Þátttakendur eru nemendur leik- og grunnskóla Akureyrar, Leikfangasýningin í Friðbjarnarhúsi og tíu starfandi myndlistarmenn. Þemað er börn og sköpun barna en auk þess er hverjum skóla frjálst að velja sitt eigið tengda þema, t.d. leiki og leikföng. Hugmyndin er að blanda saman list starfandi myndlistarmanna sem fást við bernskuna í víðum skilningi, verkum eftir börn og leikföngum barna. Stefnt er að því að sýningin verði árviss viðburður með nýjum þátttakendum ár hvert.

Listamenn: Ólafur Sveinsson, Rósa Júlíusdóttir og Karl Guðmundsson, Bergþór Morthens, Þóra Sólveig Bergsteinsdóttir og Erwin van der Werve, Samúel Jóhannsson, Guðrún Vera Hjartardóttir, Hjördís Frímann, Hrönn Einarsdóttir.