Ragna Hermannsdóttir

Í Listasafninu á Akureyri opnar Sjónlistamiđstöđin sýningu á verkum listakonunnar Rögnu Hermannsdóttur laugardaginn 10. nóvember, kl. 15.  Verkin á sýningunni eru valin úr rausnarlegri dánargjöf Rögnu til Safnahússins á Húsavík.

Ragna var fjölhćf listakona og vann í marga miđla en á ţessari sýningu er lögđ áhersla á grafíkverk hennar einkanlega tréristur og bókverk en á ţví sviđi náđi hún sérstökum árangri.  Sköpun hennar er  dularfull og órćđ í senn en samt er eins og ađ baki búi óţreyjufull löngun til ađ miđla, segja frá og koma ákveđnum bođskap á framfćri.  Heildaráhrifin eru afar sterk  en ţó ţćgileg og hlý eins og Ragna var sjálf. Eftir nám í ljósmyndun á árunum 1972-1975 hóf Ragna, 55 ára ađ aldri, listnám sitt viđ Myndlista og handíđaskóla Íslands. Leiđ hennar lá síđan til Hollands, í Rijks-Akademie í Amsterdam og til Rochester, New York, í áframhaldandi nám.  Ţegar heim var komiđ hóf hún heimspekinám viđ Háskóla Íslands ţar sem hún lauk BA námi 1997, ţá 73 ára ađ aldri. Páll Skúlason var leiđbeinandi hennar í lokaverkefninu sem fjallađi um heimskuna. Ţess má einnig geta ađ áriđ 1990 dvaldi hún í Marfa, listamiđstöđ Donald Judd í Texas.

Allan ţennan tíma var hugur Rögnu opinn og leitandi og í verkum sínum sameinar hún ţroska fullorđinnar manneskju og leitandi lćrdómsţrá ćskuáranna.

Á tímabilinu 1976-2003 hélt Ragna 22 einkasýningar á Íslandi og í Hollandi, og tók einnig ţátt í fjölda samsýninga.

Ragna Hermannsdóttir fćddist í Bárđardal 1924 og var 87 ára ađ aldri er hún lést, á síđasta ári.

 

 

Um Rögnu  Umfjöllun