Baldvin Ringsted

Baldvin Ringsted
Snarstefjun, annar hluti: Bárujárnsárin
Listasafnið á Akureyri, Vestursalur, 13. - 25. febrúar

Baldvin Ringsted (f. 1974) vinnur með ýmis efni og miðla; innsetningar, málverk, skúlptúra, hljóð og vídeó. Hann hefur sýnt víða um heim, bæði á samsýningum og einkasýningum. Baldvin sækir efnistök verkanna oftast að einhverju leyti í þekkingu sína og reynslu af tónlist og hljóðfæraleik. Verk hans skoða annars vegar sambandið á milli hljóðs og mynda og hins vegar á milli sögu og strúktúrs. Sýningin Snarstefjun, annar hluti: Bárujárnsárin er framhald á vinnu Baldvins með tónlist og tungumál sem og tilraunir með strúktúr og afbyggingu í málverki. Baldvin: „Mikilvægur hluti sköpunarferlisins er þegar ég set mér ramma eða einhvers konar reglur í upphafi vinnunnar, líkt og vanalega er gert í snarstefjun (e. improvisation) í jass- og blústónlist. Ferlið á sér líka sterka skírskotun í tónverkum nútímatónskálda á borð við John Cage og Steve Reich.“