Vídeóvinda

Vídeóvinda
Stigagangur, 3. hæð
2. mars 2019 - 9. maí 2021

Vídeóvinda er verkefni sem byggt er á vídeóverkinu Warp eftir íslensku listakonuna og frumkvöðulinn Steinu (Vasulka). Verkið er gagnvirkt og tengist forritun og ýmsum möguleikum sem eru fyrir hendi í stafrænni list
Stuðst er við forrit að nafni Image-ine sem Steina bjó til í byrjun þessarar aldar með hollenskum forritara, Tom Demeyer.

Vídeóvinda er sett upp í samstarfi við Vasulka-stofu í Listasafni Íslands með stuðningi frá List fyrir alla. Tilgangur verkefnisins er meðal annars að bjóða börnum upp á skemmtilega og sömuleiðis óhefðbundna upplifun á listasafni.

Steina Vasulka er fædd í Reykjavík 1940 en býr og starfar í Santa Fe í Nýju Mexíkó. Hún er frumkvöðull á sviði vídeólistar og hefur gert verk í samstarfi við eiginmann sinn Woody Vasulka. Steina hefur framið gjörninga og sýnt verk sín víða um heim.