Flýtilyklar
Fréttasafn
Ný verk í eigu Listasafnsins á Akureyri
19.01.2026
Listasafnið á Akureyri hefur fest kaup á tveimur skúlptúrverkum eftir Margréti Jónsdóttur leirlistakonu. Verkin, sem unnin eru úr steinleir, bera heitin Guðrún Runólfsdóttir og Matthías Jochumsson og voru þau gerð sérstaklega fyrir sýningu Margrétar í Flóru menningarhúsi á Sigurhæðum á liðnu ári, 2025.
Lesa meira
Nýárskveðja
07.01.2026
Listasafnið á Akureyri óskar Akureyringum og landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs.
Lesa meira
GLEÐILEG JÓL
19.12.2025
Listasafnið á Akureyri óskar landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári með þökk fyrir samskiptin á árinu sem er að líða.
Lesa meira
Minningarorð um Kristján Guðmundsson
11.12.2025
Kristján Guðmundsson, myndlistarmaður, var jarðsettur þann 8. desember sl. Það var okkur, starfsfólki Listasafnsins á Akureyri, sérstakur heiður að fá að vinna með Kristjáni fyrr á þessu ári en hann var einn þeirra sem hófu sýningarárið 2025 með sýningu sinni Átta ætingar. Sýningin samanstóð af átta verkum sem urðu til innan togstreitunnar milli einskis og einhvers og bera einkenni abstrakt- og hugmyndalistar, sem var einkennandi í listsköpun Kristjáns.
Lesa meira
Kyrrð í Listasafninu - Nærandi stund með Hrafnhildi Reykjalín
09.12.2025
Laugardaginn 13. desember kl. 11 mun Hrafnhildur Reykjalín, frá Sjálfsrækt Heilsumiðstöð, bjóða upp á stutta fræðslu fyrir fullorðna um Jóga Nidra, djúpslökunaraðferðina sem allir geta ástundað til þess að auka jafnvægi og vellíðan á líkama og sál. Í framhaldinu leiðir Hrafnhildur stutta Jóga Nidra hugleiðslu.
Lesa meira
Óli G. áttræður - leiðsögn um sýninguna Lífsins gangur
08.12.2025
Laugardaginn 13. desember kl. 15 munu sýningarstjórarnir Sigríður Örvarsdóttir og Magnús Helgason leiða gesti um sýninguna Lífsins gangur og segja frá ferli listamannsins Óla G. Jóhannssonar (1945–2011), sem hefði orðið áttræður þann sama dag.
Aðgangur er innifalinn í miðaverði Listasafnsins.
Lesa meira
Nærðu andann á aðventunni
05.12.2025
Á aðventunni býður Listasafnið á Akureyri safngestum að næra andann og hlúa að því sem innra býr.
Lesa meira
Jón Þorsteins - 12 tóna korterið
05.12.2025
Síðasta TÓLF TÓNA KORTÉR ársins fer fram laugardaginn 6. desember kl. 15 og 16.
Jón Þorsteinn Reynisson mun í aðventuhúminu, fyrir milligöngu harmoniku sinnar, leiða okkur um tónlistarheim Sofiu Gubaidulinu. Hún er eitt mesta tónskáld harmonikutónlistar fyrr og síðar.
Aðgangur er ókeypis, aðgengi gott og öll velkomin!
Lesa meira
Leit