Flýtilyklar
Fréttasafn
Þriðjudagsfyrirlestur: Jón Haukur Unnarsson
16.10.2025
Þriðjudaginn 21. október kl. 16.15 heldur Jón Haukur Unnarsson, tónlistarmaður, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu undir yfirskriftinni Mannfólkið breytist í slím. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Vel heppnuð A! að baki
13.10.2025
A! Gjörningahátíð fór fram á Akureyri um helgina í Listasafninu á Akureyri, Hofi, Deiglunni og Mjólkurbúðinni. Fjölbreyttir gjörningar og leikhústengd verk af öllum toga voru á dagskránni. Einnig var haldin gjörningasmiðja fyrir ungmenni á aldrinum 12-18 ára í umsjón Arnar Alexanders Ámundasonar þar sem saga gjörningalistar var skoðuð og gerðar spennandi tilraunir með miðilinn.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestur: Pierre Leichner
11.10.2025
Þriðjudaginn 14. október kl. 16.15 heldur kanadíski myndlistarmaðurinn Pierre Leichner Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Outsider Arts and Arts Outside. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
A! Gjörningahátíð hafin
11.10.2025
A! Gjörningahátíð hófst í gærkvöldi í Deiglunni með gjörningi Árna Vil og Lísöndru Týru Jónsdóttur, Mötuð. Að honum loknum tóku við gjörningar Marte Dahl, Paper Cut, og Áka Frostasonar og Andro Manzoni, Takovo je Vrime, sem fram fóru í Listasafninu. A! er fjögurra daga alþjóðleg gjörningahátíð sem haldin er árlega, nú í ellefta sinn, og stendur fram á sunnudag. Ókeypis er inn á alla viðburði.
Lesa meira
Dekurleiðsögn á laugardaginn
06.10.2025
Dekurleiðsögn á laugardaginn kl. 16 í tilefni Dekurdaga á Akureyri. Sigríður Örvarsdóttir, safnstjóri, tekur á móti gestum og fræðir þá um sýningar Bergþórs Morthens – Öguð óreiða, Barbara Long – Himnastigi, Óla G. Jóhannssonar – Lífsins gangur og Sigurds Ólasonar – DNA afa. Happy hour og bleikir kokteilar á Ketilkaffi. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Guðmundur Ármann fjallar um Óla G.
03.10.2025
Þriðjudaginn 7. október kl. 16.15 heldur Guðmundur Ármann Sigurjónsson, myndlistarmaður, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Óli G. – Rómantíski expressíónistinn. Þar mun hann fjalla um myndlistarferil Óla G. Jóhannsson og gera tilraun til að varpa ljósi á hversu mikilvægt það er fyrir listamanninn að samfélagið sé tilbúið að taka á móti honum og listinni. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
A! Gjörningahátíð fer fram 9.-12. október
02.10.2025
A! Gjörningahátíð fer fram á Akureyri 9.-12. október næstkomandi. A! er fjögurra daga alþjóðleg gjörningahátíð sem haldin er árlega, nú í ellefta sinn, og er ókeypis inn á alla viðburði.
Lesa meira
Allt til enda framundan
30.09.2025
Önnur vinnustofa í verkefninu Allt til enda fer fram dagana 11. og 12. október næstkomandi. Þá mun Örn Alexander Ámundason, myndlistarmaður, bjóða börnum í 7.-10. bekk að skoða sögu gjörningalistar og gera spennandi tilraunir með miðilinn. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Tólf tóna kortérið: Diana Sus
30.09.2025
Tólf tóna kortérið hefst á nýjan leik í Listasafninu á Akureyri næstkomandi laugardag, 4. október, kl. 15-15.15 og kl. 16-16.15. Þá mun lettneska listakonan Diana Sus frumflytja eigið spunaverk, Glit sálarinnar. Sus er þverfagleg listakona frá Lettlandi sem útskrifaðist úr skapandi deild Tónlistarskóla Akureyrar vorið 2020. Hún blandar gjarnan saman tónlist, ljóðum og leiklist og er þekkt fyrir indie-pop kvennabandið sitt Sus Dungo, sem hún lýsir sem blöndu af indie, kvikmyndatónlist og frelsi. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestur: Kristján Ingimarsson
28.09.2025
Þriðjudaginn 30. september kl. 16.15 heldur Kristján Ingimarsson fyrsta Þriðjudagsfyrirlestur haustsins í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Tilurð Femina Fabula. Þar mun hann fjalla um sýndarveruleika innsetninguna Femina Fabula, sem nú stendur yfir í Listasafninu, listrænt samstarf og vinnuaðferðir. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Leit

