Fréttasafn

Frá Vor 2019.

Takmarkanir - samsýning norðlenskra myndlistarmanna

Listasafnið á Akureyri efnir til sýningar á verkum eftir norðlenska myndlistarmenn 29. maí - 26. september 2021. Að þessu sinni skulu myndlistarmennirnir vinna með ákveðið þema, Takmarkanir, í verkum sínum. Dómnefnd velur úr umsóknum listamanna sem búa og/eða starfa á Norðurlandi eða hafa tengingu við svæðið. Opnað var fyrir umsóknir 20. janúar og er umsóknarfrestur til og með 28. febrúar.
Lesa meira
Allt til enda - Listvinnustofur barna

Allt til enda - Listvinnustofur barna

Listvinnustofur fyrir börn á grunnskólaaldri verða haldnar í Listasafninu í janúar, febrúar og mars næstkomandi. Boðið verður upp á þrjár ólíkar listvinnustofur endurgjaldslaust undir leiðsögn kraftmikilla og spennandi listamanna og hönnuða. Lögð er áhersla á að börnin taki virkan þátt í öllu ferlinu, frá því að leita sér innblásturs, skapa verkið í samstarfi við leiðbeinanda og sýna svo afraksturinn á sérstakri sýningu sem sett verður upp í lok listvinnustofunnar og er öllum opin.
Lesa meira
Þorvaldur Þorsteinsson.

Lengi skal manninn reyna framlengd

Vegna lokunar á síðasta ári sökum Covid-19 faraldursins og breyttra aðstæðna í kjölfarið verður yfirlitssýning á verkum Þorvaldar Þorsteinssonar, Lengi skal manninn reyna, framlengd til og með 11. apríl næstkomandi. Í tengslum við sýninguna verður haldið málþing um ævi og störf Þorvaldar í Listasafninu 6. febrúar undir yfirskriftinni Akademíur. Leiðsögn um sýninguna verður m.a. 11. febrúar og 4. mars og er aðgangur innifalinn í miðaverði.
Lesa meira
Lilý Erla Adamsdóttir.

Leiðsögn á fimmtudaginn

Fimmtudaginn 14. janúar kl. 12-12.30 verður boðið upp á leiðsögn í Listasafninu um sýningu Lilýjar Erlu Adamsdóttur, Skrúðgarður. Guðrún Pálína Guðmundsdóttir, fræðslufulltrúi, tekur á móti gestum og fræðir þá um sýninguna og einstaka verk. Aðgangur er innifalinn í miðaverði.
Lesa meira
Gleðileg jól

Gleðileg jól

Listasafnið á Akureyri óskar landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári með þökk fyrir samskiptin á árinu sem er að líða. Opnunartími yfir hátíðirnar: 23.12, Þorláksmessa: Kl. 12-17. 24.12 / 25.12: Lokað. 26.-30: Kl. 12-17. 31.12 /01.01: Lokað.
Lesa meira
Listasafnið aftur opnað á laugardaginn: Þrjár nýjar sýningar

Listasafnið aftur opnað á laugardaginn: Þrjár nýjar sýningar

Listasafnið verður aftur opnað næstkomandi laugardag, 5. desember, kl. 12 með þremur nýjum sýningum: Arna Valsdóttir – Staðreynd 6 – Samlag, Kristín K.Þ. Thoroddsen – KTh – Málverk og ljósmyndir, Úrval – annar hluti. Enginn aðgangseyrir verður innheimtur í desember og í gildi er tíu manna fjöldatakmörkun og tveggja metra regla.
Lesa meira
Listasafnið lokað til og með 1. desember

Listasafnið lokað til og með 1. desember

Í kjölfarið á hertum samkomutakmörkunum verður Listasafnið á Akureyri lokað til og með 1. desember. Listasmiðjunni, Fuglinn sem gat ekki flogið, sem halda átti á morgun, laugardaginn 31. október, og Þriðjudagsfyrirlestri Aðalsteins Þórssonar, sem fram átti að fara þriðjudaginn 3. nóvember, verður því frestað um óákveðinn tíma. Nýjar dagsetningar verða auglýstar síðar.
Lesa meira
Lilý Erla Adamsdóttir.

Þriðjudagsfyrirlestur: Lilý Erla Adamsdóttir

Þriðjudaginn 27. október kl. 17-17.40 heldur Lilý Erla Adamsdóttir, myndlistarmaður, Þriðjudagsfyrirlestur undir yfirskriftinni Dansandi útsaumur, loðin málverk og munsturveggir. Að þessu sinni verður fyrirlestrinum eingöngu streymt á Facebooksíðu Listasafnsins á Akureyri.
Lesa meira
Listasmiðja: Fuglinn sem gat ekki flogið

Listasmiðja: Fuglinn sem gat ekki flogið

Laugardaginn 31. október kl. 11-12.30 verður boðið upp á listasmiðju í Listasafninu á Akureyri í samstarfi við Listasafn ASÍ. Umsjón hefur Jonna – Jónborg Sigurðardóttir, myndlistarmaður. Enginn aðgangseyrir er að smiðjunni sem er hluti af Barnamenningarhátíð 2020 og styrkt af Sóknaráætlun Norðurlands eystra.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestri frestað

Þriðjudagsfyrirlestri frestað

Fyrirhuguðum Þriðjudagsfyrirlestri sem Þóra Sigurðardóttir, sýningarstjóri, átti að halda á morgun, þriðjudaginn 20. október, hefur verið frestað. Fyrirlesturinn mun þess í stað fara fram í febrúar 2021.
Lesa meira