September / Elska ég mig samt?

 


SEPTEMBER

Samtal Bjarna Sigurbjörnssonar og Jóns Óskars

 

Bjarni: Verkefnið hófst í rauninni fyrir talsvert löngu síðan þegar Jón Óskar spurði mig hvort ég hefði ekki áhuga á að vinna málverk, þar sem við myndum spinna hvor af öðrum. Ég tók vel í hugmyndina og tveimur árum seinna hófumst við handa við sýninguna Nóvember sem sett var upp í Reykjavík Art Gallery 2011.

Myndlistarverkefnið September er óbeint framhald af Nóvember-verkefninu. Munurinn er hins vegar sá að í September er öll framkvæmd markvissari eða ekki eins fálmkennd og í Nóvember. Stærðin er líka önnur og meiri, því hér er um að ræða málverk sem hylur alla veggi Ketilhússins og er þannig ekki lengur mynd sem slík heldur heilt umhverfi. Myndmál okkar Jóns er afar ólíkt ? hann er mjög grafískur og styðst mikið við teikninguna sem rekja má að miklu leyti til amerískrar teiknimyndahefðar (s.s. Crumb). Húmorinn er heldur aldrei langt undan, fígúrurnar eru einhvern veginn í eilífum vandræðum í leit sinni að ,,kúlheitum? eins og gamall, þybbinn rokkari í gömlu spandex rokkbuxunum. Ég hef hins vegar áhuga á að vinna beint með líkamshreyfingu, skil heilann eftir heima og mála með mænunni, ef svo má segja; stórar hreyfingar sem sprengja upp form og efniseðli. Að vinna með Jóni er að vissu leyti sambærilegt við að vera í rokkbandi þar sem ólíkir einstaklingar leyfa sér að fara í óvissuferð; samvinna þar sem nýir, óvæntir og spennandi hlutir gerast.  Útkoman verður afar skringileg, hálfgert afkvæmi hunds og arnar

Jón Óskar:  Ég hafði engar fyrirframgefnar hugmyndir um hvað við ætluðum að gera. Ég spinn út frá skissum eins konar handbók ? til að byrja einhvers staðar. Hefst kannski handa við svansfjaðrir eða stél og fylgist með því hvað Bjarni er að gera. Þá verður spuninn til og ég renn saman við myndflæðið. Við spinnum út frá hráefninu og því sem við erum að gera. Ég tek mislöng sóló án þess að vita hvar þau enda. Fyrir mér er þetta leikur með fagurfræði og í verkum mínum má sjá áhrif frá fjölmörgum listamönnum fyrri tíma, til að mynda teikningar Rotmans. Margir og margt hefur haft áhrif á mig; myndlistartímarit, sem ég drakk í mig í  foreldrahúsum 8-10 ára gamall og kveiktu í mér. Þetta er menning sem börn skilja, Warhol, Rivers, Lichtenstein o.s.frv.  Ég er á ferðalagi ,,undir bullandi áhrifum?.

Bjarni: Kooning og Kline eru veraldlegri í sér og fara yfir í poppið ? án þess að gefa depurðina og tilvistarkreppuna upp á bátinn. Upphafin heimsmynd Barnett Newmans hrynur í síðari heimsstyrjöldinni og það sem gert var fyrir þá fyrri varð merkingarlaust ? það vantaði alveg húmorinn og í framhaldinu fóru listamenn að leika sér meira.

Bjarni: Mér finnst þetta eins og að impróvísera með ólíku fólki þar sem eitthvað skemmtilegt verður til ? alveg ný vídd. Þegar menn eru nægilega afslappaðir gengur þetta upp og ólíkir þættir ná að sameinast. Það þýðir ekki að vera eingöngu upptekinn af sínum sálmum, en átökin þurfa að vera á jákvæðum nótum; örugg og í takti. Við vorum mjög ánægðir með fyrri sýninguna, Nóvember, þótt allt ferlið hafi verið mun fálmkenndara en núna. Við höfum núna náð að vinna okkur betur saman ? generalprufan er búin. Við erum öruggari og þekkjum betur inn á hvorn annan, sem skilar sér í meira flæði í þessari sýningu.

Jón: Við erum sprottnir úr mjög einsleitu samfélagi. Kooning-tímabilið höfðar til Bjarna, sterk áhrif fá bandarískri myndlist sjöunda áratugarins. Ég er líka undir áhrifum frá sjöunda áratugnum og því sem var að gerast á dögum poppsins á níunda áratugnum, ekki síst grófum samfélagsskopmyndum (e. crummy cartoons). Einnig hafði fluxus-hreyfingin og forgengileg efni áhrif á mig ? ég nota sjaldan alvöru liti eða efni, sem byrjaði vegna blankheita á námsárunum. Ég hef mikið notað byggingarefni, hálfunna hluti ? hráleika ? og er hrifnari af iðnaðarlitum en klassískri olíumálningu.

Bjarni: Ég er sensúal maður ? næmur fyrir litum, áferð og hreyfingu ? svíf um með pensilinn og flái fiðrildi. Stundum finnst mér ég ná að skera í gegnum allan heiminn þannig að úr verður myndform af innviðum hans. Ég er ekki abstrakt málari heldur aksjón málari.

Jón: Bjarni hefur mikinn áhuga á myndlist en ég hef bara áhuga á sjálfum mér.  Myndlistin er ekki upphafið fyrirbæri í mínum huga, ég hef miklu meiri áhuga á listamönnunum sjálfum, tónlistarmönnum og pólitíkusum. Ég spegla sjálfan mig í þessum persónum. Hvað myndlistin er í huga almennings og fræðimanna eða hvert hún er að fara skiptir mig minna máli.

Jón: Maður eyðir góðum tíma fyrir framan myndflöt ? þetta hefur eitthvað með hugsanir og viðveru manns að gera, nærveruna sem situr eftir eins og skuggi á veggnum. Ég er mjög meðvitaður um þessa hluti og finnst ég vera eins og hundur að merkja sér svæði.

Myndir

 

 


ELSKA ÉG MIG SAMT?

Ragnheiður Guðmundsdóttir

 

Oft er talað um að listir séu andlega nærandi, sjaldnar um að þær séu græðandi.   Myndlist Ragnheiðar er unnin sem einskonar heilun, sem í þessu samhengi getur bæði beinst að einstaklingi og samfélagi.  Það felst einhverskonar sjálfsheilun í því þegar listamenn kafa í myrkustu djúp vitundar sinnar í leit að sannleika eigin veru.  Ragnheiður lítur á eigin heilun, heilun einstaklings og samfélagsins alls sem eitt og hið sama. Samfélag er eins og vefur ofinn úr einstaklingum þar sem þræðirnir tengja saman sálir í einu órofa líkindamunstri.

Ragnheiður er menntaður textílhönnuður frá LHÍ og hefur mikið velt fyrir sér áferð efnis og þróað hugmyndir sínar í vinnu með blandaðri tækni. Þessi þróunarvinna leiddi til djúprar íhugunar um efnisgerð og þeirrar niðurstöðu að efnið væri sjálfstæð eigind sem hægt væri að meðtaka sem myndlist á fagurfræðilegum forsendum. Ragnheiður hefur mikinn áhuga á náttúrulækningum og stundaði nám í þeim fræðum um tíma.  Ígrundanir hennar um hlutverk listamannsins sem og hvers vegna og hvernig við lifum blandast síðan áhuga á hennar heilsu og andlegum fræðum. Til verður myndlist þar sem texti er skrifaður sem íhugun eða leið að viðfanginu sem síðan leiðir af sér undraverðan heim vefja, bývaxs, útsaums og rifinnar grisju. Þetta eru lífsins sár og ör sem gefa til kynna sorgina, sársaukann og gleðina sem fylgir því að yfirvinna hvorttveggja. Þar er stundum einnig að finna möntrur sem kyrjaðar eru í sköpunarferlinu; heilunarmöntrur á sanskrít eða möntrur sprottnar frá henni sjálfri, skrifaður texti sem síðan hverfur inn í yfirborð efna. Manneskjan er henni hugleikin; tilfinningar hennar og innsti sálarkjarni, að sjá ljósið og finna birtingarmynd þess í hverri manneskju.

Efni sem merking er mikilvægur þáttur í þessum verkum. Hægt er að sjá verkin sem sár á holdi sem verið er að græða, jafnvel þannig að stungið er á kýlum svo gröftur vellur út svo sárið nái að gróa. Verkið verður birtingarmynd heilunarferlis, hvort sem um er að ræða andlegan líkama eða okkar breyska hold.

Elska ég mig samt?

Þessi sýning er tileinkuð konum; formæðrum mínum,  konum í lífi mínu og öllum konum.  Ástæðan fyrir því er sú að ég er kona og ég skynja þær ? eins og ég sé þær allar. Margbreytileikinn og andstæðurnar eru í okkur öllum, eins og móður jörð.

Ég velti því fyrir mér hvað raunverulega felst í því að elska sjálfa sig.  Af hverju við erum sífellt að hafna okkur, finnast við ófullkomnar og ekki nógu góðar. Erum við ekki fullkomnar núna? Eftir hverju erum við alltaf að bíða? Ef við getum elskað okkur núna alveg sama hvað?. verðum við frjálsar. Þá byrjar heilunarferlið. Leiðin úr fjötrum sársaukans er fólgin í fyrirgefningunni, þegar við réttum sjálfum okkur hjálparhönd og reisum okkur upp þegar við dettum ? umvefjum okkur, fyrirgefum og elskum.

Aðþrengt hjarta er líklega stærsti sjúkdómurinn; undanfari allra sjúkdóma mannkyns. Erum við tilbúin til þess að elska okkur raunverulega?  Í því felst ábyrgð á okkar eigin tilveru.

,,Aðeins þú getur losað þína eigin fjötra.

Ábyrgð er afurð hjartans. Ábyrgð er ást. Ást er fyrirgefning.

Það er aðeins einn sjúkdómur? það er aðþrengt hjarta.

Það er aðeins ein ástæða? það er höfnun.

Það er aðeins ein heilun? það er ást.

Allt annað er blekking?  (Guðni Gunnarsson, Máttur viljans).

Elska ég mig samt?

Ég hef valdið til þess að hafa áhrif á velsæld mína eða vansæld.  Ég tek mörg lítil skref í áttina að því og hef göngu mína? ábyrgðin er mín.

Myndir