Nautn

Samsýning
Nautn / Conspiracy of Pleasure
Listasafniđ á Akureyri, 11. júní - 21. ágúst

Hin ýmsu lögmál og birtingarmyndir nautnar eru útgangspunktur sýningarinnar. Sex listamenn sýna ný verk, ţar sem ţeir fjalla um hugtakiđ, hver frá sínu sjónarhorni og forsendum, og efna til orđrćđu um hlutverk nautnar í heimspekilegu, listrćnu og veraldlegu samhengi. Í verkunum má sjá ţráhyggjukenndar birtingarmyndir neysluhyggju og kynlífs í samtímanum, holdiđ í myndlistinni, mannslíkamann sem táknrćnt fyrirbćri og innblástur eđa einfaldlega hina frumstćđu nautn sem oft fylgir listsköpun, glímunni viđ efni og áferđ, áráttu og blćti.

Hvar liggja mörkin á milli ţess ađ leggja eđlilega og manneskjulega rćkt viđ unađ og ánćgju annars vegar og hins vegar ţess ađ gangast ţessum eiginleikum hömlulaust á vald? Hvenćr verđur eitthvađ ađ blćti? Hver er munurinn á munúđ og ofgnótt, erótík og klámi, fegurđ og kitsch, löngun og fíkn, metnađi og grćđgi, háleitum markmiđum og firru? Og hver hefur vald til ađ setja fram ţessar skilgreiningar? 

Listamenn: Anna Hallin (f. 1965), Birgir Sigurđsson (f. 1960), Eygló Harđardóttir (f. 1964), Guđný Kristmannsdóttir (f. 1965), Helgi Hjaltalín Eyjólfsson (f. 1968) og Jóhann Ludwig Torfason / Pabbakné (f. 1965). 

Sýningarstjórar: Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins á Akureyri, og Inga Jónsdóttir safnstjóri Listasafns Árnesinga.


Jóhann Ludwig Torfason / Pabbakné                                         Eygló Harđardóttir


Guđný Kristmannsdóttir                                                             Anna Hallin


Birgir Sigurđsson                            


 Helgi Hjaltalín Eyjólfsson