Svarthvítt



Svarthvítt

02.06.2022 - 11.09.2022
Salir 01 02 03 04 05

Andstæður og ólíkir hlutir, viðhorf og sjónarhorn. Það sem skilur okkur að getur einnig tengt okkur saman. Fimm listamenn sem vinna með svarthvítar ljósmyndir eiga verk á þessari sýningu. Listamennirnir nálgast viðfengsefnin á ólíkan hátt og myndefnin eru einnig margvísleg: landslag, fólk, sögur, staðir og stemning. Andstæður og ógnir, rólegheit og væntumþykja og fjölmargar birtingarmyndir daglegs lífs, ævintýra, menningar, hins óþekkta og þess kunnuglega.

Listamennirnir sem eiga verk á sýningunni eru Agnieszka Sosnowska, Christopher Taylor, Katrín Elvarsdóttir, Páll Stefánsson og Spessi. Bakgrunnur þeirra er fjölbreyttur, sem kemur glögglega fram í verkunum. Á sama tíma er margt sem sameinar þau, þegar betur er að gáð.

Sýningin er hluti af Listahátíð í Reykjavík.  

Sýningarstjóri: Hlynur Hallsson.