Thora Karlsdottir - Kjólagjörningur

Thora Karlsdottir
Kjólagjörningur
Listasafniđ á Akureyri, Ketilhús, 10. september - 13. nóvember

Thora Karlsdottir (f. 1962) sýnir afrakstur níu mánađa kjólagjörnings sem stóđ yfir frá mars til desember 2015. Ađ klćđa sig í nýjan kjól á hverjum morgni og klćđast kjól til allra verka í 280 daga; 40 vikur; níu mánuđi er áskorun sem ţarfnast úthalds og elju. Í daglegri skapandi skuldbindingu getur allt gerst! Kjólarnir komu frá fólki sem gaf ţá í nafni listarinnar. Björn Jónsson tók daglega ljósmyndir af Thoru í kjól. Hann átti stóran ţátt í ferlinu; hafđi áhrif og kom međ hugmyndir varđandi stađsetningu og vinnslu myndanna. Í sameiningu gefa ţau út bók um Kjólagjörninginn. Thora Karlsdottir útskrifađist úr Europäische Kunstakademie í Trier í Ţýskalandi 2013. Hún hefur haldiđ níu einkasýningar og tekiđ ţátt í fjölmörgum samsýningum bćđi á Íslandi og víđa erlendis. Thora rekur vinnustofuna Lifandi vinnustofa í Listagilinu á Akureyri.