Elín Pjet. Bjarnason

Elín Pjet. Bjarnason
Handanbirta / Andansbirta 
Valin verk úr safneign Listasafns ASÍ
Salur 09
7. desember 2019 - 1. júní 2020 

Elín Pjet. Bjarnason (1924 - 2009) fæddist á Íslandi, ólst upp á Akureyri en bjó í Kaupmannahöfn frá 21 árs aldri til dauðadags. Hún nam myndlist við Listaháskólann í Kaupmannahöfn; fyrst málaralist hjá Vilhelm Lundstrøm, 1945-1950, síðan veggmyndagerð hjá Elof Risebye, 1958-1959, og að lokum grafík hjá Holger J. Jensen 1962. Elín tók reglulega þátt í samsýningum í Kaupmannahöfn, en sýndi aðeins einu sinni í Reykjavík; það var ásamt Vigdísi Kristjánsdóttur vefara árið 1968. Fyrsta einkasýningin á verkum hennar var haldin í Listasafni ASÍ 2011.

Listasafn ASÍ geymir um 550 verk Elínar; málverk, teikningar, grafík og freskur. Sýningin í Listasafninu á Akureyri er samstarfsverkefni safnanna tveggja og þar verða sýnd nokkur valin verk úr safninu sem systursynir listakonunnar, Pjetur Hafstein Lárusson og Svavar Hrafn Svavarsson, færðu Listasafni ASÍ að gjöf eftir fráfall hennar 2009.

Sýningarstjóri: Aðalsteinn Ingólfsson.