Afrakstur fyrstu rafrænu smiðjunnar til sýnis

Fyrsta rafræna smiðja Listasafnsins fór í loftið í september síðastliðnum undir yfirskriftinni Sköpun utan línulegrar dagskrár. Verkefnið felst í því að bjóða börnum og þeirra nánustu að taka þátt í listsmiðju á þeim tíma sem þeim hentar best. Smiðjan er tekin upp í Listasafninu og sýnd á netinu. Þannig geta þátttakendur horft á smiðjurnar heima hjá sér og unnið verk. Afrakstur fyrri listsmiðju verkefnisins er nú til sýnis í fræðslurýmis Listasafnsins og stendur til 14. nóvember næstkomandi. Það var hönnuðurinn Sigrún Björg Aradóttir sem kenndi fjölskyldum að gera sinn eigin draumafangara.

Markmið verkefnisins er að börn fái að kynnast ólíkum listformum þar sem listamenn leiða þau áfram með áherslu á sköpun og sjálfstæði. Börn fá tækifæri til að efla þekkingu sína og tjá sig í gegnum listina á sínum forsendum. Markmiðið er jafnframt að minna á að Listasafnið er öllum opið og börnum er velkomið að taka virkan þátt í menningarlífi bæjarins og njóta listrænnar upplifunar.

Verkefnið er styrkt af SSNE.